Bláskógaveita/Bláskógabyggð, útboð vegna borunar eftir heitu vatni

Fréttir 04.06.2024

Bláskógaveita sem er í eigu Bláskógabyggðar óskar eftir tilboðum í borun eftir heitu vatni í samræmi við útboðsgögn.

Um er að ræða borun á tveimur vinnsluholum í samræmi við prufuholur og rannsóknir ÍSOR. Annars vegar í vesturjaðri þéttbýlis í Reykholti og hins vegar að Laugarvatni við hlað menntaskólans.

Framkvæmdatími er fyrirhugaður frá undirritun verksamnings til 20 september 2024.

Útboðsgögn verða afhent á stafrænu formi (.pdf) með tölvupósti frá og með fimmtudeginum 6. júní 2024. Beiðnir um afhendingu útboðsgagna skulu sendar á netfangið kristofer@blaskogabyggd.is þar sem fram koma upplýsingar um nafn, netfang og símanúmer bjóðanda auk upplýsinga um tengilið. Tilboðum skal skilað eigi síðar en fimmtudaginn 20 júní 2024 kl. 11:00, í samræmi við upplýsingar í útboðsgögnum.

Fyrir hönd Bláskógaveitu/Bláskógabyggðar: Kristófer Tómasson sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs