Bláskógabyggð auglýsir lausar til umsóknar tvær stöður skólastjóra, aðra í Bláskógaskóla á Laugarvatni og hina í Reykholti

Fréttir 23.03.2015
Bláskógaskóli á Laugarvatni er samrekinn leik- og grunnskóli.  Í skólanum eru nú 35 börn á grunnskólastigi og 24 í leikskóladeild. Bláskógaskóli í Reykholti er grunnskóli þar sem nú eru um 90 nemendur. Skólarnir tveir hafa verið hluti af sameinuðum Bláskógaskóla, en verða frá og með næsta hausti sjálfstæðar rekstrareiningar. Sveitarfélagið leitar að einstaklingum sem hafa áhuga á að leiða skólastarf þar sem stuðlað er að einstaklingsmiðuðu námi og fjölbreyttum, skapandi og hvetjandi kennsluháttum. Áhersla er á öflugt samstarf milli heimila og skóla og góð tengsl við grenndarsamfélagið. Sjá nánar í skólastefnu Bláskógabyggðar (http://blaskoli.blaskogabyggd.is/Skolinn/Skolastefna_Blaskogabyggdar/) og auglýsingu á heimasíðu Bláskógabyggðar (www.blaskogabyggd.is). Umsóknir skulu berast skrifstofu Bláskógabyggðar, Aratungu, 801 Selfoss í síðasta lagi 27. mars næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Valtýr Valtýsson sveitarstjóri í síma 480 3000 eða 863 6663, netfang: valtyr@blaskogabyggd.is