Bláskógabyggð auglýsir lausa til umsóknar stöðu skólastjóra Bláskógaskóla á Laugarvatni

Fréttir 20.03.2015
Bláskógaskóli á Laugarvatni er samrekinn leik- og grunnskóli.  Í skólanum eru nú 35 börn á grunnskólastigi og 24 í leikskóladeild. Skólinn hefur verið hluti af sameinuðum Bláskógaskóla, en verður frá og með næsta hausti sjálfstæð rekstrareining. Í starfinu felst ábyrgð á rekstri skólans og daglegu starfi og forysta um mótun faglegrar stefnu og framkvæmd hennar. Menntunar og hæfniskröfur: ? Leyfisbréf til kennslu á leik- eða grunnskólastigi ? Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða skólaþróunar æskileg ? Fjölbreytt reynsla af kennslu og starfi með börnum ? Reynsla af stjórnun og rekstri ? Leiðtogahæfleikar og áhugi á framsæknu skólastarfi ? Góðir skipulagshæfileikar og samstarfshæfni ? Hreint sakavottorð Sveitarfélagið leitar að einstaklingi sem hefur áhuga á að leiða skólastarf þar sem stuðlað er að einstaklingsmiðuðu námi og fjölbreyttum, skapandi og hvetjandi kennsluháttum. Áhersla er á markvissa samfellu og tengsl milli skólastiga og öflugt samstarf milli heimila og skóla, sem og milli allra skólanna í sveitarfélaginu. Sjá nánar í skólastefnu Bláskógabyggðar: http://blaskoli.blaskogabyggd.is/Skolinn/Skolastefna_Blaskogabyggdar/. Starfið er veitt frá 1. ágúst nk. en æskilegt er að viðkomandi geti komið fyrr til einhverra undirbúningsstarfa. Umsókn skal fylgja greinargóð skýrsla um störf og menntun, ábendingar um umsagnaraðila og  greinargerð um hugmyndir umsækjanda um starfið og hvernig hann sér það þróast undir sinni stjórn. Umsóknir skulu berast skrifstofu Bláskógabyggðar, Aratungu, 801 Selfoss í síðasta lagi 27. mars næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Valtýr Valtýsson sveitarstjóri í síma 480 3000 eða 863 6663, netfang: valtyr@blaskogabyggd.is