Bláskógabyggð 15 ára þann 9. júní nk.
Fréttir
06.06.2017
Ágætu íbúar Bláskógabyggðar
Bláskógabyggð 15 ára þann 9. júní nk.
Í tilefni af þessum tímamótum mun forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson ásamt Elizu Reid forsetafrú, koma í opinbera heimsókn í Bláskógabyggð á sjálfan afmælisdaginn.
Í heimsókn sinni mun forsetinn fara um sveitarfélagið og koma við á nokkrum stöðum til að kynnast sveitarfélaginu.
Íbúar eru hvattir til að taka vel á móti forsetanum með því að draga íslenska fánann að húni og taka til og snyrta sitt nánasta umhverfi.
Formleg móttaka fyrir forsetann og íbúa Bláskógabyggðar verður í Aratungu frá kl. 16:00-18:00. Þar mun forsetinn ma. ávarpa íbúa og gesti.
Í Aratungu verður hoppukastali og ís.
Það er von okkar, að sem flestir heiðri forsetann þann 9. júní, með því að koma í Aratungu.
Nánari upplýsingar um heimsókn forsetans verða settar inn á heimasíðu Bláskógabyggðar, www.blaskogabyggd.is þegar nær dregur heimsókninni.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar