Benedikt Jóhannesson ráðherra skrifar undir tímamótasamning við Bláskógabyggð.

Fréttir 01.09.2017
  Þann 31. ágúst var undirritaður samningur milli fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Bláskógabyggðar um afhendingu á íþróttamannvirkjum á Laugarvatni. Jafnframt var undirritaður samningur um makaskipti á landi þar sem sveitarfélagið fær í sína umsjá land innan þéttbýlis Laugarvatns og ríkið fær land utan þéttbýlismarka sem mun nýtast þeim varðandi samgöngur. Frá því að Háskóli Íslands ákvað að færa íþróttasviðið til Reykjavíkur hefur alger óvissa ríkt um framtíð íþróttamannvirkja á Laugarvatni sem með þessum samningi hefur verið eytt. Það ríkir mikil ánægja í samfélaginu með þessa niðurstöðu þó svo að í henni felist mikil skuldbinding fyrir sveitarfélagið og ljóst að ráðast þarf í umtalsvert viðhald á næstu árum.