Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar og framlag vegna náms eða starfsþjálfunar

Fréttir 15.01.2015
Umsókn um barnalífeyri vegna náms eða starfsþjálfunar og framlag vegna náms eða starfsþjálfunar fer fram rafrænt á vef Tryggingastofnunar, tr.is, Mínar síður. Með umsókn þarf að fylgja skólavottorð sem sýnir í hve mikið nám umsækjandi er skráður. Á skólavottorði þarf að koma fram námsárangur á síðustu önn ásamt staðfestingu á fjölda eininga á næstu önn. Mánaðarleg upphæð greiðslna 1. janúar 2015 er 26.863 kr. Afgreiðslutími umsókna er að hámarki 4 vikur eftir að umsókn og öllum fylgigögnum hefur verið skilað inn. Rétt til barnalífeyris vegna náms eða starfsþjálfunar geta þeir átt sem eru á aldrinum 18-20 ára og eru í námi / starfsþjálfun og búa á Íslandi:
  • Ef annað foreldri eða báðir eru lífeyrisþegar.
  • Ef annað foreldri eða báðir eru látnir.
  • Ef fyrir liggur úrskurður sýslumanns um efnaleysi meðlagsskylds foreldris.
  • Ef barn er ófeðrað.
Rétt til framlags vegna náms eiga þeir sem eru á aldrinum 18-20 ára og eru í námi / starfsþjálfun og búa á Íslandi:
  • Ef fyrir liggur úrskurður sýslumanns eða samningur staðfestur af honum um að foreldri skuli greiða framlag vegna menntunar.
Nánari upplýsingar á tr.is:
  • Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar
  • Framlag vegna menntunar ungmenna
  • Mínar síður