Ave María tónleikar í Skálholti 18. okt. kl 20

Fréttir 18.10.2013
Þrjár sópransöngkonur; Þórunn Elín Pétursdóttir, Ólafía Línberg Jensdóttir og Kristín Magdalena Ágústsdóttir, flytja tónsetningar frá ýmsum tímabilum og löndum, þekkt og minna þekkt, við hina fornu latnesku kirkjubæn Ave María. Jón Bjarnason, organisti í Skálholti leikur með á píanó/orgel.  Aðgangseyrir: 2000 kr, 1500 kr fyrir námsmenn, öryrkja og ellilífeyrisþega. Frítt fyrir börn undir 12 ára!