Auglýsing um skipulagsmál í Uppsveitum Árnessýslu og Flóahrepps

Fréttir 13.12.2012
Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi Vegna nýlegrar niðurstöðu úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála hefur komið í ljós að auglýsa þarf að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 nokkurn fjölda deiliskipulagsáætlana sem tóku gildi eftir gildistöku nýrra skipulagslaga 1. janúar 2011. Allar þessar skipulagsáætlanir hafa áður verið auglýstar og samþykktar í sveitarstjórn en eru hér auglýstar að nýju. Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum: 
  1. Deiliskipulag fyrir bæjartorfu Birtingaholts 2, 4 og 5 í Hrunamannahreppi. Íbúðarhús, vélageymsla, Korngeymsla o.fl.
Tillaga að deiliskipulagi bæjartorfu Birtingaholts 2, 4 og 5. Í deiliskipulaginu felst að gert er ráð fyrir lóð fyrir vélageymslu og kornvinnslu, lóð fyrir sumarhús/starfsmannahús, lóð fyrir íbúðarhús og byggingarreit fyrir bílskúr.
  1. Deiliskipulag um 4 ha frístundabyggðarsvæði, Vesturhlið, úr landi Syðra-Langholts í Hrunamannahreppi. Frístundabyggð.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir ca. 3,96 ha frístundasvæði í landi Syðra-Langholts 2 sem nefnist Vesturhlíð. Í skipulaginu er gert ráð fyrir þremur 7.950 fm frístundahúsalóðum, þremur 3.326 fm ræktunarlóðum og einni 5.777 fm. sameignarlóð fyrir aðkomuveg, bílastæði ásamt mögulegri leikja- og tjaldflöt fyrir gesti.
  1. Deiliskipulag Garðyrkjubýlisins Götu í Hrunamannahreppi. Gróðurhús og starfsmannahús.
Tillaga að deiliskipulagi garðyrkjubýlisins Götu, landnr. 166750. Skipulagssvæðið er 4,7 ha en jörðin er 95 ha í heild. Gert er ráð fyrir tveimur byggingarreitum, nr. 1. fyrir allt að 3.000 fm viðbyggingu við núverandi gróðurhús og nr. 2 fyrir allt að 120 fm starfsmannahús. Þá er gert ráð fyrir að borað verði eftir heitu vatni norður af gróðurhúsi.
  1. Deiliskipulag frístundar- og skógræktarsvæðis úr landi Grafar við Flúðir í Hrunamannahreppi. 6 frístundahúsalóðir á 5,6 ha svæði.
Tillaga að deiliskipulagi 5,6 ha spildu úr landi Grafar (landr. 212305) við Flúðir, svæði sem liggur á milli frístundabyggðarinnar Álftabyggð og Bræðratunguvegar. Á spildunni er gert ráð fyrir 6 frístundahúsalóðum ásamt svæði fyrir skógrækt.
  1. Deiliskipulag frístundabyggðar á spildunni Hveramýri úr landi Garðs í Hrunamannahreppi. 7 frístundahúsalóðir.
Tillaga að deiliskipulagi 7 frístundahúsalóða á landsspildunni Hveramýri úr landi Garð. Aðkoma að lóðunum er um nýjan veg í gegnum land Hvamms 2.
  1. Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Högnastaða í Hrunamannahreppi. 22 nýjar frístundahúsalóðir sunnan Bræðratunguvegar.
Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Högnastaða, landnr. 166779. Um er að ræða 24,6 ha svæði meðfram Bræðratunguvegi að sunnanverðu þar sem gert er ráð fyrir 22 frístundahúsalóðum. Hámarksstærð frístundahúsa er 210 fm, nýtingarhlutfall lóða má þó ekki vera hærra en 0.03.
  1. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Dalabyggð úr landi Reykjadals í Hrunamannahreppi.  Fækkun lóða og breyting á afmörkun lóða.
Í breytingartillögunni felst að lóðum innan svæðisins fækkar úr 35 í 23 auk þess sem nokkrar þær sem eftir verða stækka. Þá er einnig gert ráð fyrir að á hverri lóð megi reisa eitt frístundahús og allt að 30 fm aukahús. Heildarbyggingarmagn lóða miðast almennt við nýtingarhlutfallið 0.03, þ.e. samtals 150 fm fyrir lóð sem er 0,5 ha að stærð. Á lóðum sem eru 3.700 fm eða minni miðast hámarksbyggingarmagn við 110 fm.
  1. Breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðis í landi Sunnuhlíðar á Flúðum, Hrunamannahreppi. 2. áfangi íbúðarsvæðis
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis í landi Sunnuhlíða á Flúðum. Um er að ræða 2. áfanga íbúðarbyggðar og nær skipulagssvæðið yfir um 39 ha svæði sem afmarkast af Hvítárholtsvegi og Bræðratunguvegi að norðanverðu, frístundabyggð úr landi Efra-Sels að vestan, Litlu-Laxá að sunnan og tjaldssvæði sveitarfélagsins að austan. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi eru 12 stórar einbýlishúsalóðir syðst á svæðinu. Breytingin felur í sér að við bætast 53 einbýlishúsalóðir og samtals 60 íbúðir í parhúsum á svæði norðan við núverandi lóðir. Í heild er því gert ráð fyrir allt að 125 íbúðum á svæðinu.
  1. Breyting á skilmálum frístundabyggðar við Árveg 1-12 úr landi Kringlu II í Grímsnes- og Grafningshreppi. Stærð húsa, efnisval, mænishæð og þakhalli
Tillaga að breytingu á skilmálum frístundabyggðar við Árveg 1-12 úr landi Kringlu til samræmis við ákvæði aðalskipulags og skilmála aðliggjandi frístundahúsabyggða. Í því felst m.a. að heimilt verður að reisa allt að 500 fm frístundahús á hverri lóð og tvö allt að 40 fm aukahús. Þá er einnig gert ráð fyrir að efnisval húsa verði frjálst,  leyfileg mænishæð frá jörðu verði 6 m og þakhalli á bilinu 0-45 gráður.
  1. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar við Baulurima úr landi Klausturhóla í Grímsnes- og Grafningshreppi.  Sameining lóða og skilmálar um stærðir húsa.
Í breytingunni felst að sameinaðar eru nokkrar lóðir innst í Baulurima, úr landi Klausturhóla, þannig að þær verða 4 í stað 13, á bilinu 2-5 ha. Þá er gert ráð fyrir að skilmálar breytist þannig að heimilt verður að reisa allt að 300 fm frístundahús á hverri lóð í stað 100 fm, auk þess sem heimilt verður að reisa allt að 40 fm aukahús í stað 25 fm. Nýtingarhlutfall lóðar má þó ekki fara upp fyrir 0.03.
  1. Breyting á deiliskipulagi 16 ha svæðis sem kallast Hesthagi úr landi Þórisstaða í Grímsnes- og Grafningshreppi. Lögbýli í stað frístundabyggðar.
Í gildandi deiliskipulagi, sem nær til 16 ha lands, er gert ráð fyrir þremur frístundahúsalóðum auk opins svæðis en skv. breytingartillögu er gert ráða fyrir að svæðið verði skilgreint sem landbúnaðarsvæði með byggingarreit fyrir íbúðarhús, hesthús og skemmu. Eitt hús hefur þegar verið reist innan svæðisins.
  1. Deiliskipulag frístundahúsalóða við Hvítárbraut í landi Vaðness í Grímsnes- og Grafningshreppi. 
Tillaga að deiliskipulagi 10 frístundahúslóða við Hvítárbraut í landi Vaðness. Á umræddu svæði eru í dag 8 lóðir en ekkert deiliskipulag í gildi. Samkvæmt tillögunni stækkar lóð nr. 15 úr 3.000 fm í 6.000 fm og í staðinn minnkar lóð nr. 17 úr 10.600 í 7.600 fm. Þá er gert ráð fyrir að lóð nr. 19 sem í dag er rúmir 3 ha verði skipt í þrjár lóðir. Á hverri lóð má reisa allt að 250 fm frístundahús og allt að 40 fm aukahús, þó þannig að nýtingarhlutfall fari ekki upp fyrir 0.03.
  1. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðanna Farborgir og Miðborgir úr landi Miðengis í Grímsnes- og Grafningshreppi. Þakhalli.
Tillaga að breytingu á skilmálum tveggja frístundabyggða úr landi Miðengis sem kallast Farborgir og Miðborgir. Samkvæmt gildandi skilmálum skal þakhalli frístundahúsa vera á bilinu 15-45 gráður, en breytingartillagan gerir ráð fyrir að hús megi vera með þakhalla á bilinu 0 ? 45 gráður.
  1. Deiliskipulag tveggja frístundahúsalóða í landi Nesja í Grímsnes- og Grafningshreppi. Setberg. 
Tillaga að deiliskipulagi tveggja frístundahúsalóðaí landi Nesja, svæði sem kallast Setberg. Lóðirnar eru 4,1 og 5,1 ha að stærð og eru ofan við Grafningsveg. Á lóðunum verður heimilt að reisa frístundahús á bilinu 50-300 fm auk þess sem aukahús má vera allt að 40 fm.
  1. Breyting á skilmálum frístundabyggðar í landi Norðurkots í Grímsnes- og Grafningshreppi. Stærðir frístundahúsa og aukahúsa.
Tillaga að breytingu á skilmálum frístundabyggðar í landi Norðurkots er varða fjölda aukahúsa og stærðir húsa. Samkvæmt gildandi skilmálum er heimilt að reisa allt að 200 fm hús og 25 fm aukahús á hverri lóð. Breytingartillagan gerir ráð fyrir að hámarksbyggingarmagn lóða miðist við nýtingarhlutfallið 0.03, þ.e. um 150 fm fyrir lóð sem 0,5 ha að stærð og 225 fm ef lóðin er 0,75 ha. Á lóðum sem eru minni en 0,4 ha miðast hámarksbyggingarmagn þó við 120 fm. Á hverri lóð verður heimilt að reisa frístundahús og allt að tvö aukahús. Aukahúsin mega að hámarki vera 40 fm að stærð.
  1. Breyting á deiliskipulagi Reykjaness í Grímsnes- og Grafningshreppi. Garðyrkjubýlið Reykjalundur
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Reykjaness lnr. 168273 í Grímsnes, fyrir svæði sem nær yfir lögbýlið Reykjalund landnr. 168273. i. Skipulagssvæðið sem breytingin nær til er 8 ha og er gert ráð fyrir tveimur íbúðarhúsum, einu stöku gróðurhúsi og fjórum sambyggðum. Auk þess verður byggt við gamalt íbúðarhús sem fyrir er á svæðinu.
  1. Breyting á deiliskipulagi Sólheima í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ný íbúðarhúsalóð, Hrísbrú 1.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sólheima sem felst í að gert er ráð fyrir nýrri íbúðarhúsalóð, Hrísbrú 1, sem verður fyrsta lóðin vestan megin við götuna. Lóðin er 1.750 og er heimilt að reisa þar tveggja hæða íbúðarhús auk allt að 30 fm bílskýlis og 30 fm gróðurhús.
  1. Breyting á deiliskipulagi við Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.  Færsla á nýjum þjóðvegi og breytingar á afmörkun lóða sunnan við Árnes.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi sunnan við Árnes. Breytingin er gerð til samræmis við breytingu á aðalskipulagi sem tekið hefur gildi og gerir ráð fyrir nýjum tengivegi frá Þjórsárdalsvegi yfir Þjórsá að Landvegi í Rangárvallarsýslu. Vegna breytingu á legu fyrirhugaðra vega á svæðinu breytis stærð og afmörkun smábýlalóða, auk þess sem tenging við þjóðveg færist til vesturs frá Árnesi.
  1. Deiliskipulag fyrir 24,7 ha lögbýli úr landi Hamarsholts í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Íbúðarhús og útihús.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir nýtt 24,7 ha lögbýli úr landi Hamarsholts í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem mun heita Lómsstaðir. Landið liggur við þjóðveg nr. 325 upp við landi Víðhlíðar. Skipulagssvæðið sjálft er um 1 ha að stærð og er næst þjóðvegi. Þar er gert ráð fyrir byggingarreit fyrir íbúðarhús og byggingarreit fyrir útihús. Aðkoma að nýjum húsum verður sameiginleg með Víðihlíð.
  1. Deiliskipulag frístundabyggðar úr landi Austurhlíðar (lnr. 167196) í Bláskógabyggð. Skotalda
Tillaga að deiliskipulagi yfir fjórar 0,5 ha lóðir úr 2 ha spildu úr landi Austurhlíðar lnr. 167196 á svæði sem kallast Skotalda. Þegar hafa verið byggð fjögur hús á landinu og með deiliskipulaginu er verið að afmarka sér lóð utan um hvert þeirra. Á hverri lóð verður heimilt að vera með eitt frístundahús og eitt aukahús. Hámarsbyggingarmagn á hverri lóð miðast við nýtingarhlutfallið 0.03 (150 fm) og má aukahúsið þar af vera 30 fm að stærð.
  1. Deiliskipulag fjallaselsins Hvítárnes við Hvítárvatn, ásamt umhverfisskýrslu, í Bláskógabyggð.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir fjallaselið Hvítárnes við Hvítárvatn á Kili í Bláskógabyggð ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu. Skipulagssvæðið nær yfir núverandi skála í Hvítárnesi og nánasta umhverfi. Í deiliskipulaginu er m.a. afmörkuð lóð utan um núverandi hús til að hægt verið að skrá það með formlegum hætti í fasteignaskrá auk þess sem gert er ráð fyrir stækkun á salernisaðstöðu og afmarkað svæði fyrir bílastæði og tjaldsvæði.
  1. Deiliskipulag fyrir 18 ha spildu úr landi Efra-Apavatns í Bláskógabyggð. Lögbýlið Skógarhlíð.
Um er að ræða 18 ha land sem afmarkast af Laugarvatnsvegi nr. 37 að austanverðu, landi Efra-Apavatns að sunnaverðu og gildandi deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Skógarhlíð að vestan- og norðanverðu. Svæðið er í dag nýtt til skógræktar en auk þess verður heimilt að byggja íbúðarhús og skemmu innan byggingarreits fyrir miðju svæðisins.
  1. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Efri-Reykja í Bláskógabyggð. Afmörkun eldri lóða og endurskoðun skilmála.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Efri-Reykja. Að stærstum hluta er um að ræða endurskoðun á skipulagi eldra hverfis þar sem allar lóðirnar hafa verið mældar upp og hnitsettar. Þá eru innan svæðisins lóðir deiliskipulags sem auglýst var fyrir nokkrum árum en kláraðist ekki með auglýsingu í b-deild stjórnartíðinda. Þessar lóðir voru þó stofnaðar og margar þegar byggðar. Að auki bætast við nokkrar lóðir sem ekki hafa áður verið innan deiliskipulags. Þá er gert ráð fyrir að breytingu á skilmálum til samræmis við aðliggjandi hverfi.
  1. Deiliskipulag tjaldsvæðis í landi Laugar í Haukadal í Bláskógabyggð.  
Tillaga að deiliskipulagi um 3,6 svæðis fyrir tjaldsvæði úr landi Lauga vestan við hverasvæðið í Haukadal (Geysir), norðan þjóðvegar nr. 35 Biskupstungnabraut. Á svæðinu er gert ráð fyrir tjaldsvæði auk þjónustuhúss og salernisaðstöðu.
  1. Tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags tveggja samliggjandi frístundabyggða í Bláskógabyggð sem saman kallast Holtahverfi. Stærðir húsa.
Kynnt er tillaga að breytingu á skilmálum tveggja samliggjandi deiliskipulagsáætlana í landi Fells sem ná yfir frístundabyggð sem kallast Holtahverfi. Hverfið nær yfir götur sem heita Tunguholt, Hamarsholt, Hvammsholt, Háholt, Hlíðarholt og Lyngholt. Í breytingum felst að verið er að samræma skilmála innan svæðisins til samræmis við samþykktir sveitarfélagsins um byggingarmagn í frístundabyggðarhverfum. Í því felst að á hverri lóð verður heimilt að reisa eitt frístundahús og eitt aukahús. Hámarksbyggingarmagn miðast við nýtingahlutfallið 0.03, þ.e. á lóð sem er 0,5 ha má byggja allt að 150 fm og á lóð sem er 0,75 ha má byggja allt að 225 fm. Stærð aukahúss má þó ekki fara upp fyrir 30 fm.
  1. Breyting á deiliskipulagi Orlofssvæðis VR í Miðhúsaskógi í Bláskógabyggð. Tjaldsvæði og þjónustumannvirki.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi orlofssvæðis VR í Miðhúsaskógi. Í breytingunni felst að 3 byggingarreitir fyrir orlofshús eru felldir út auk þess sem gert er ráð fyrir tjaldssvæði á svæði sem áður var skilgreint sem svæði fyrir mögulega framtíðarbyggð.
  1. Breyting á deiliskipulag frístundabyggðar úr landi Snorrastaða í Bláskógabyggð. Orlofssvæði félags vélstjóra og málmtæknimanna. Fjölgun orlofshúsa, þjónustuhús og tjaldsvæði.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi sumarhúsasvæðis úr landi Snorrastaða. Um er að ræða um 7,8 svæði félags vélstjóra og málmtæknimanna auk þess sem skipulagið nær yfir skógræktarreit UMF Laugdæla. Tillagan gerir ráð fyrir allt að 16 frístundahúsum til viðbótar þeim sem fyrir eru og allt að 300 fm þjónustuhús. Þá er gert ráð fyrir að ungmennafélagsreitur verði nýttur undir tjaldstæði auk annarra minniháttar breytinga á svæðinu.
  1. Endurskoðun deiliskipulags frístundabyggðar í landi Tortu í Bláskógabyggð. Afmörkun byggingarreita og skilmálar varðandi stærð húsa.
Innan skipulagssvæðisins eru 18 um eins hektara lóðir. Allar lóðirnar hafa verið stofnaðar í Fasteignaskrá, en eingöngu eitt hús verið byggt á svæðinu. Helsta breyting frá gildandi deiliskipulagi er að byggingarreitir stækka auk þess sem skilmálar leyfa stærri hús en áður.
  1. Breyting á skilmálum tveggja aðliggjandi frístundabyggða úr landi Úteyjar 1 í Bláskógabyggð. Stærðir húsa, þakhalli og byggingarefni.
Tillaga að breytingu á skilmálum tveggja samhliða frístundabyggða í landi Úteyjar 1 til samræmis við ákvæði nýrra frístundabyggðasvæða . Helstu breytingar eru að byggingarmagn lóða miðast við nýtingarhlutfallið 0.03, þar af má aukahús að hámarki vera 30 fm. Þá er einnig gert ráð fyrir að þakhalli verði á bilinu 0-45 gráður og að byggingarefni verði frjálst.
  1. Deiliskipulag lóðar fyrir fjarskiptamastur í landi Úteyjar 2 í Bláskógabyggð.
Tillaga að deiliskipulagi lóðar fyrir allt að 24 m fjarskiptamastur í landi Úteyjar II, á svæði sunnan þjóðvegar nr. 364 á móts við aðkomuvegi að frístundabyggð úr landi Úteyjar I.
  1. Deiliskipulag 10 ha spildu umhverfis bæjartorfu Dalbæjar (landnr. 165468) í Flóahreppi.
Tillaga að deiliskipulagi yfir 10 ha spildu í landi Dalbæjar lnr. 165468 þar sem gert er ráð fyrir tveimur byggingarreitum, annars vegar fyrir allt að 180 fm íbúðarhúsi og hins vegar fyrir allt að 1.000 fm hesthúsi. Skipulagssvæðið er umhverfis núverandi bæjartorfu sunnan Hamarsvegar og er aðkoma að nýjum húsum um sama afleggjara.
  1. Deiliskipulag fyrir bæjartorfu Skálmholts í Flóahreppi. Íbúðarhús, útihús og þjónustuhús.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir 8 ha svæði í landi Skálmholts þar sem fyrirhuguð er uppbygging á gripa- og útihúsum, vélahúsum og starfsmanna- og þjónustuhúsi. Skipulagssvæðið er umhverfis núverandi bæjartorfu auk þess sem gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir starfsmanna- /ferðaþjónustuhús upp við landamörk við jörðina Þjótanda.
  1. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Mörk í Flóahreppi. Lóð fyrir íbúðarhús og fjögur gistihús í stað lóða fyrir frístundabyggð.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Mörk sem felst  m.a. í að felldar eru út 8 lóðir og gert ráð fyrir að landið sem lóðirnar ná yfir verði sameinaðar í eina spildu sem að skilgreind verður sem landbúnaðarland. Nyrst á spildunni er síðan byggingarreitur þar sem heimilt verður að reisa fjögur allt að 90 fm ferðaþjónustuhús/gistihús. Á suðurhluta spildunnar er byggingarreitur utan um núverandi hús, sem skilgreint verður sem íbúðarhús.
  1. Deiliskipulag fyrir 6,8 ha spildu úr landi Neistastaða í Flóahreppi. Íbúðarhús, bílskúr og hesthús.
Um er að ræða 6,86 spildu vestan við bæjartorfu jarðarinnar Neistastaðir með aðkomu um núverandi heimkeyrslu frá þjóðvegi. Á spildunni er gert ráð fyrir 2.300 byggingarreit þar sem heimilt verður að byggja allt að 400 fm einbýlishús og allt að 1000 fm bílskúr og hesthús.
  1. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi 60 ha spildu úr landi Þingdals með landnr. 203004 í Flóahreppi. Lögbýli og frístundabyggð.
Kynnt er tillaga að breytingu á deiliskipulagi um 60 ha spildu úr landi Þingdals með landnr. 203004. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er svæðið skilgreint sem 60 ha lögbýli með einum um 1,5 ha byggingarreit á norðausturhluta spildunnar þar sem heimilt er að reisa íbúðarhús, gestahús og útihús. Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags og skrifstofu skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á http://www.granni.is/uppsveitirogfloahr/auglysingar.htm. Skipulagstillögurnar eru í kynningu frá 13. desember 2012 til 25. janúar 2013. Athugasemdir og ábendingar við tillögurnar þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 25. janúar 2013  og skulu þær vera skriflegar. Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps