Auglýsing um skipulagsmál í Uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi

Fréttir 28.04.2011
AUGLÝSING UM  SKIPULAGSMÁL Í UPPSVEITUM ÁRNESSÝSLU OG FLÓAHREPPI Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst niðurstaða sveitarstjórnar fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:
  1. Óveruleg breyting á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 fyrir þéttbýlið Brautarholt. 
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi 5. apríl 2011 tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins innan þéttbýlisins í Brautartholti. Í breytingunni felst að iðnaðarsvæði sem ætlað er undir hreinsimannvirki færist til suðurs, fjær byggðinni. Er þetta gert til samræmis við tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir sama svæði sem auglýst hér að neðan . Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og að þar sem sé ekki ástæða til meðferðar skv. 30. ? 32. gr. skipulagslaga Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst til kynningar tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:
  1. Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020. Íbúðarsvæðið Ásborgir.  
Í breytingartillögunni felst að íbúðarsvæðið Ásborgir, merkt Íb 11 í aðalskipulaginu, breytist í blandaða landnotkun íbúðarsvæðis og svæði fyrir verslun- og þjónustu til að gefa möguleika á því að nýta þegar byggð og fyrirhuguð íbúðarhús sem gisti-/og eða veitingahús. Áður en breytingin verður tekin til formlegrar afgreiðslu í sveitarstjórn verður hún til kynningar á skrifstofu sveitarfélagsins á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi og á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Dalbraut 12 á Laugarvatni frá 28. apríl til 3. maí. Þá verður einnig hægt að nálgast tillöguna á vefslóðinnihttp://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/. Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulag:
  1. Deiliskipulag fyrir 18 ha spildu úr landi Efra-Apavatns í Bláskógabyggð. Lögbýlið Skógarhlíð.
Um er að ræða 18 ha land sem afmarkast af Laugarvatnsvegi nr. 37 að austanverðu, landi Efra-Apavatns að sunnaverðu og gildandi deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Skógarhlíð að vestan- og norðanverðu. Svæðið er í dag nýtt til skógræktar en auk þess verður heimilt að byggja íbúðarhús og skemmu innan byggingarreits fyrir miðju svæðisins.
  1. Endurskoðun deiliskipulags fyrir þéttbýlið Brautarholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Deiliskipulagið nær yfir þéttbýlið Brautarholt og er svæðið um 11,5 ha að stærð. Á svæðinu eru í gildi tvær deiliskipulagsáætlanir, frá 10. maí 2002 og 19. ágúst 2003, sem falla úr gildi með samþykkt nýs deiliskipulags. Samkvæmt tillögunni verða til 13 nýjar einbýlishúsalóðir og ein parhúsalóð, sem koma til viðbóðar við þær lóðir sem fyrir eru. Þá er gert ráð fyrir tveimur verslunar- og þjónstulóðum við hlið núverandi verslunar og um 1 ha atvinnusvæði norðan þjóðvegar. Tillagan var áður auglýst til kynningar frá 6. maí til 18. júní 2010, en er nú auglýst að nýju með þeirri breytingu að svæði fyrir fráveitumannvirki færist til suðurs. Samkvæmt 1.mgr. 43.gr.  skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar:
  1. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar við Hlíðar og Tjarnardal úr landi Reykadals í Hrunamannahreppi.  
Í breytingartillögunni felst að heimilt verður að reisa allt að 40 fm aukahús á hverri lóð til viðbótar við aðalhús en samkvæmt gildandi skilmálum má eingöngu vera með 10 fm geymslu. Ekki er þó gert ráð fyrir að nýtingarhlutfall lóða breytist, en það er 0.03 (hámarksbyggingarmagn 150 fm á 0,5 ha lóðum). Þá er einnig gert ráð fyrir að leyfilegur þakhalli verði a bilinu 0 ? 45 gráður í staðinn fyrir 18 - 45 gráður.
  1. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Dalabyggð úr landi Reykjadals í Hrunamannahreppi.  
Í breytingartillögunni felst að lóðum innan svæðisins fækkar úr 35 í 23 auk þess sem nokkrar þær sem eftir verða stækka. Þá er einnig gert ráð fyrir að á hverri lóð megi reisa eitt frístundahús og allt að 30 fm aukahús. Heildarbyggingarmagn lóða miðast almennt við nýtingarhlutfallið 0.03, þ.e. samtals 150 fm fyrir lóð sem er 0,5 ha að stærð. Á lóðum sem eru 3.700 fm eða minni miðast hámarksbyggingarmagn við 110 fm. Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofum viðkomandi sveitarfélaga og hjá embætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á vefslóðinnihttp://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/. Kynningartími skipulagstillagna nr. 3-6 hér að ofan er frá 28. apríl til 10. júní 2011. Athugasemdir skulu berast til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu í síðasta lagi 10. júní 2011 og skulu þær vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests, telst vera samþykkur þeim. Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps