Auglýsing um skipulagsmál í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi
Fréttir
03.08.2010
Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi
Samkvæmt 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:
- Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2003-2015 innan þéttbýlisins á Flúðum, ásamt umhverfisskýrslu. Færsla Bræðratunguvegar.
- Deiliskipulag Suðurbrúnar á Flúðum í Hrunamannahreppi.
- Deiliskipulag tjaldsvæðis í landi Laugar í Haukadal í Bláskógabyggð.
- Deiliskipulag tveggja frístundahúsalóða úr landi Bíldsfells í Grímsnes- og Grafningshreppi. Bíldsfell 3, land E.
- Breyting á deiliskipulag frístundabyggðar úr landi Snorrastaða í Bláskógabyggð. Orlofssvæði félags vélstjóra og málmtæknimanna.
- Breyting á skilmálum frístundabyggðarinnar Heiðarbrún úr landi Bjarnastaða I í Grímsnes- og Grafningshreppi.
- Breyting á skilmálum frístundabyggðarinnar Kerengi úr landi Miðengis í Grímsnes- og Grafningshreppi.