Auglýsing um skipulagsmál í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi
Fréttir
05.05.2010
Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi
Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga eru hér kynntar breytingar á aðalskipulagi í Bláskógabyggð og Hrunamannahreppi:
- Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004-2016 í landi Heiðarbæjar. Um er að ræða lagfæringu á uppdrætti á þann hátt að frístundahúsalóðir sem þegar eru til staðar nyrst á jörðinni er skilgreindar sem svæði fyrir frístundabyggð í stað landbúnaðarsvæðis. Ekki er um fjölgun lóða að ræða.
- Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 á spildu úr landi Efra-Apavatns.
- Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hrunamannahrepss 2003-2015 á Flúðum vegna færslu Bræðratunguvegar ásamt umhverfisskýrslu.
- Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 innan þéttbýlisins Brautarholt. Um er að ræða breytingar á þéttbýlisuppdrætti sem nær yfir Brautarholt á Skeiðum:
- Svæði meðfram þjóðvegi sem skilgreint er sem blönduð landnotkun verslunar- og athafnasvæðis breytist í opið svæði til sérstakra nota,
- Hluti opins svæðis vestan núverandi íbúðarbyggðar verður að íbúðarsvæði.
- Verslunarsvæði minnkar og verður hluti þess næst þjóðveginum blandað athafna- og verslunarsvæði og hluti þess verður íbúðarsvæði.
- Gert er ráð fyrir iðnaðarlóð fyrir hreinsistöð sunnan við nýtt íbúðarsvæði
- Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 á spildu úr landi Álfsstaða. Í breytingunni felst að á um 7 ha svæði innan 44,8 landsspildu sem kallast Hulduheimar breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Ástæða breytingarinnar eru áform um að reisa nokkur frístundahús á svæðinu, en meginhluti landsins verður þó áfram nýtt sem landbúnaðarland. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins er auglýst samhliða.
- Deiliskipulag spildu úr landi Álfsstaða sem kallast Hulduheimar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Frístundabyggð og hesthús.
- Endurskoðun deiliskipulags fyrir þéttbýlið Brautarholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
- Deiliskipulag tveggja frístundahúsalóða á land Iðu í Bláskógabyggð. Veiðivegur 12 og 14.
- Deiliskipulag frístundabyggðar við 5. og 6. braut í landi Miðengis í Grímsnes- og Grafningshreppi.
- Deiliskipulag frístundabyggðar á spildu úr landi Bitru í Flóahreppi sem kallast Kersholt.
- Deiliskipulag fyrir bæjartorfu Kolsholts í Flóahreppi.
- Ferðaþjónustusvæði við Hótel Geysi og Geysisstofu í Bláskógabyggð.
- Kerhraun úr landi Klausturhóla í Grímsnes- og Grafningshreppi. Breyting á skilmálum frístundabyggðar á svæði A, B og C.
- Útey 1 í Bláskógabyggð. Breyting á skilmálum frístundabyggðar.
- Vaðnes í Grímsnes- og Grafningshreppi. Breyting á skilmálum frístundabyggðar við Mosabraut og Hrauntröð.
- Ásborgir úr landi Ásgarðs í Grímsnes- og Grafningshreppi. Breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæði.