Auglýsing um skipulagsmál í Uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi
Fréttir
21.01.2010
Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi
Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga eru hér kynntar breytingar á aðalskipulagi í Bláskógabyggð og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
- Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012, hesthúsahverfi á Laugarvatni. Í breytingunni felst tilfærsla og stækkun á fyrirhuguðu hesthúsahverfi norðaustan Laugarvatns sem verður til þess að skilgrein opið svæði til sérstakra nota kemur í stað um 4 ha íbúðarsvæðis og um 1,5 ha verslunar- og þjónustusvæðis. Ástæða breytingarinnar eru breyttar forsendur varðandi uppbyggingu hesthúsasvæðisins.
- Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða-og Gnúpverjahrepps 2004-2016, spilda úr landi Álfsstaða. Í breytingunni felst að um 7 ha svæði innan 44,8 landsspildu sem kallast Hulduheimar breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Ástæða breytingarinnar eru áform um að reisa nokkur frístundahús á svæðinu, en meginhluti landsins verður þó áfram nýtt sem landbúnaðarland. Svæðið er við þjóðveg 324 rétt sunnan Álfsstaða
- Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Einiholts 3.
- Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 við Kotstún á Laugarvatni.
- Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Austureyjar 2.
- Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004-2016 í landi Mjóaness.
- Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hraungerðishrepps 2003-2015, Bitra í Flóahreppi.
- Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hraungerðishrepps 2003-2015, Versalir, Flóahreppi.
- Austurey II í Bláskógabyggð. Deiliskipulag frístundabyggðar.
- Leynir í Bláskógabyggð. Deiliskipulag fyrir gróðurhús.
- Kiðjaberg í Grímsnes- og Grafningshreppi. Endurskoðun deiliskipulags fyrir frístundabyggð.
- Nesjar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Rofabær, deiliskipulag frístundabyggðar
- Ölvisholt í Flóahreppi. Deiliskipulag nýbýlis, Litla-Holt.
- Skúfslækur í Flóahreppi. Deiliskipulag 10 ha landbúnaðarlóðar.
- Austurey í Bláskógabyggð. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Skógarnes.
- Fell í Bláskógabyggð. Breyting á skipulagsskilmálum Holtahverfis.
- Leynir í Bláskógabyggð. Breyting á skilmálum frístundabyggðarinnar Köldukinn úr landi Leynis.
- Mjóanes í Bláskógabyggð. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.
- Stangarlækur 1 og 2 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Breyting á deiliskipulagi tveggja lögbýla.
- Grund á Flúðum í Hrunamannahreppi. Breyting á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis.
- Vinaminni á Flúðum. Breyting á deiliskipulag miðsvæðis.
- Silfurmýri í Hrunamannahreppi. Breyting á deiliskipulagi lögbýlis.