Auglýsing um skipulagsmál í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi

Fréttir 14.05.2009
Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunnamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi Samkvæmt 1.mgr 21.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar: 1 Hjálmsstaðir II í Bláskógabyggð. Svæði fyrir frístundabyggð, Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Hjálmsstaða II. Í tillögunni felst að um 9 ha svæði sunnan og vestan Laugarvatnsvegar breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins er auglýst samhliða. 2 Þjórsárholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Svæði fyrir frístundabyggð Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 í landi Þjórsárholts. Í tillögunni felst að um 16 ha svæði austan aðkomuvegar að Þjórsárholti breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Gert er ráð fyrir stórum frístundahúsalóðum á svæðinu, allt að 5 ha að stærð. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins er auglýst samhliða. 3 Þrándarholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppur.  Íbúðarsvæði, Þrándartún. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016, spilda úr landi Þrándarholts. Í tillögunni felst að tæplega 10 ha svæði fyrir frístundabyggð úr landi Þrándartúns breytist í íbúðarsvæði. Á svæðinu er gert ráð fyrir 6 lóðum fyrir íbúðarhús auk 6 lóðum fyrir hesthús. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins er auglýst samhliða. Samkvæmt 1.mgr. 25.gr.  skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur: 4 Haukadalur í Bláskógabyggð. Deiliskipulag ferðaþjónustusvæðis við hótel Geysi og Geysstofu. Tillaga að deiliskipulagi 8 ha svæðis umhverfis Hótel Geysi og Geysisstofu, milli Biskupstungnavegar og Beinár. Á svæðinu eru í dag þrjú eldri skipulög sem falla úr gildi með gildistöku nýs deiliskipulags. Í tillögunni er gert ráð fyrir byggingarreit vegna stækkunar Geysisstofu um allt að 1.600 fm, byggingarreit fyrir hótel sunnan við núverandi dvalarhús sem gæti verið allt að 2.400 fm að grunnfleti og byggingarreit fyrir stækkun Hótels Geysis um allt að 4.500 fm. Í landi Haukadals 4, austast á svæðinu, er síðan gert ráð fyrir byggingarreit fyrir bílskúr, reit fyrir stækkun íbúðarhúss, reit fyrir nýtt frístundahús og  reit vegna stækkunar núverandi frístundahúss. Deiliskipulagið gerir einnig ráð fyrir stækkun bílastæða vestan Geysisstofu. 5 Hjálmstaðir II í Bláskógabyggð. Deiliskipulag frístundabyggðar, Fótarholt. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar úr landi Hjálmsstaða II í Laugardal. Um er að ræða 6 ha svæði þar sem gert er ráð fyrir 5 frístundalóðum að stærðinni 10.000 fm hver þar sem heimilt verður að reisa allt að 250 fm frístundahús og 30 fm aukahús. Aðkoma að svæðinu er frá Laugarvatnsvegi (nr. 37) gegnt afleggjara að Hjálmstöðum II. Tillagan er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi sem auglýst er samhliða. 6 Holtakot í Bláskógabyggð. Deiliskipulag frístundahúsalóðar. Tillaga að deiliskipulagi frístundahúsalóðiar í landi Holtakots. Lóðin er um 0,5 ha fm að stærð og er gert ráð fyrir allt að 110 frístundahúsi og allt að 30 fm aukahúsi. 7 Kjarnholt III Í Bláskógabyggð. Deiliskipulag landbúnaðarsvæðis. Tillaga að deiliskipulagi 4 ha spildu í landi Kjarnholts III. Um er að ræða 4 ha svæði milli íbúðarhúsa Kjarnholta I og III og er gert ráð fyrir um 0,8 ha lóð undir þegar byggt íbúðarhús og 0,74 ha lóð fyrir allt að 500 fm skemmu. 8 Úlfljótsvatn í Grímsnes- og Grafningshreppi. Deiliskipulag útilífsmiðstöðvar skáta. Tillaga að deiliskipulagi umráðasvæðis Skáta við Úlfljótsvatns í Grímsnesi. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir þremur byggingarreitum fyrir hús sem flutt hafa verið á svæðið frá Nesjavöllum. 9 Öndverðarnes í Grímsnes- og Grafningshreppi. Deiliskipulag frístundabyggðar, Grjóthólsbraut. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á um 12 ha svæði úr landi Öndverðarness sem liggur upp að Snæfoksstöðum. Á svæðinu er gert ráð fyrir 17 lóðum á bilinu 0,5 til 0,6 ha að stærð með aðkomu frá Kambsbraut. Heimilt verður að reisa allt að 150 fm frístundahús og allt að 40 fm aukahús á hverri lóð, en nýtingarhlutfall má þó að hámarki vera 0.03. 10 Garður í Hrunamannahreppi. Deiliskipulag lóða undir ferðaþjónustu. Tillaga að deiliskipulagi sem nær yfir land Garðs og hluta Hverahólma. Í tillögunni er gert er ráð fyrir breyttri notkun núverandi bygginga í tengslum við fyrirhugaða ferðaþjónustu 11 Hvammur 2 í Hrunamannahreppi. Deiliskipulag. Tillaga að deiliskipulagi yfir um 4,2 ha svæðis innan Hvamms 2. Svæðið nær yfir íbúðarhús, gróðurhús, garðyrkjustöð, útihús og mannvirki næst íbúðarhúsum. Í tillögunni er gert ráð fyrir fyrir þremur nýju byggingarreitum, (A) fyrir ibúðarhús, (B) fyrir hesthús og (C) fyrir skemmu/gróðurhús. 12 Þjórsárholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Deiliskipulag frístundabyggðar, Jarpholt. Tillaga að deiliskipulagi þriggja rúmlega 5 ha frístundahúsalóða í landi Þjórsárholts. Svæðið liggur á milli aðkomuvegar að bænum Þjórsárholti og nýsamþykkts deiliskipulags frístundahúsalóða vestan í Þjórsárholti (holtinu). Gert er ráð fyrir að á hverri lóð verði heimilt að reisa frístundahús og allt að 50 fm aukahús. Heildarnýtingarhlutfall lóðar má að hámarki vera 0.03. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi svæðisins er auglýst samhliða. 13 Þrándarholt í Skeiða- og Gnúpverjarhreppi. Deiliskipulag íbúðarsvæðis, Þrándartún. Tillaga að deiliskipulagi sem nær yfir 9,70 ha svæði úr landi Þrándarholts. Gert er ráð fyrir sex 6.848 fm íbúðahúsalóðum og sex 5.000 fm lóðum undir hesthús, matjurtagarð eða trjárækt. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi svæðisins er auglýst samhliða. 14 Hjálmholt í Flóahreppi. Deiliskipulag frístundalóðar. Tillaga að deiliskipulagi 10 ha landspildu úr landi Hjálmholts sem ætluð er fyrir frístundabyggð. Landið er í Merkurhrauni ofan Skeiðavegar með aðkomu um veg að efnisnámu. Heimilt verður að reisa frístundahús og gestahús á landinu og er nýtingarhlutfall lóðarinnar 0.03. 15 Hróarsholt 2 í Flóahreppi. Deiliskipulag nýbýlis. Tillaga að deiliskipulagi fyrir Hróarsholt 2 spilda 2 lnr. 217808 sem liggur sunnan Villingaholtsvegar og austan Lækjarvegar/Hróarholtsvegar. Á spildunni, sem er 46,4 ha, er gert ráð fyrir að stofnað verði nýtt lögbýli og að þar verði heimilt að reisa allt að 250 fm íbúðarhús, 500 fm skemmu/hesthús og 700 fm reiðhöll. 16 Klængssel í Flóahreppi. Deiliskipulag tveggja lóða. Tillaga að deiliskipulagi tveggja lóða í landi Klængssels lnr. 165489, sem heita Klængssel 1 og Klængssel 2. Gert er ráð fyrir tveimur byggingarreitum á hvoru landi, fyrir allt að 350 fm búðarhúsi og allt að 1.000 fm útihúsi/geymslu/skemmu. Samkvæmt 1.mgr. 26.gr.  skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar: 17 Skálabrekka við Þingvallavatn, Bláskógabyggð. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í landi Skálabrekku við Þingvallavatn. Í breytingunni felst að lóð nr. 27 sem er 8.400 fm og skráð sem opið svæði breytist í 6.200 fm frístundahúsalóð. Þeir 2.200 fm sem eftir standa verða áfram skilgreindir sem opið svæði. 18 Sólheimar í Grímsnes- og Grafningshreppi.  Breyting á deiliskipulagi, íbúðarsvæði og athafnasvæði. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sólheima sem felst í að íbúðarhúsalóðum á svæði norðan Upphæða fjölgar og fyrirkomulag vega breytist. Þá er einnig gert ráð fyrir að byggingum austan Sólheimavegar fækki. 19 Hagi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar. Fagraland. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Fagralands í landi Haga í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Gert er ráð fyrir að Fagraland verði skipt upp í tvær lóðir, Fagraland 1 sem er þegar byggð lóð og verður 5,4 ha eftir breytingu og Fagraland 2 sem er ný 0,5 ha frístundalóð. Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags  og hjá embætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 14. maí til 25. júní 2009. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á vefslóðinni http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/ Athugasemdum við skipulagstillöguna skulu berast til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu í síðasta lagi 25. júní 2009 og skulu þær vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni. Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps