Auglýsing um skipulagsmál í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi

Fréttir 05.02.2009
Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunnamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi Samkvæmt 1.mgr 21.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: 1 Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Búðarhálslína 1. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 vegna Búðarhálslínu 1 ásamt meðfylgjandi umhverfisskýrslu. Fyrirhugað er að reisa vatnsaflsvirkjun við Búðarháls ásamt 220 kV háspennulínu frá stöðvarhúsi virkjunar við austanvert Sultartangalón að spennustöð við Sultartangavirkjun. Háspennulínan er um 17 km í heild og þar af eru um 1,3 km innan Skeiða- og Gnúpverjahrepps og fjallar breytingin eingöngu um þann hluta. 2 Skeiða- og Gnúpverjahreppur.  Tengivegur yfir Þjórsá. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 vegna færslu á tengiveg yfir Þjórsá. Í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir að tengiveg frá Þjórsárdalsvegi yfir Þjórsá austan Þjórsárholt og inn á Landveg. Með breytingunnu er brúarstæðið fært um 3 km vestar og færist vegstæðið að sama skapi og er nú gert ráð fyrir að vegurinn tengist Þjórsárdalsvegi rétt vestan við þéttbýlið Árnes. Samsvarandi breyting á Aðalskipulagi Rangárþings ytra hefur einnig verið auglýst. Samkvæmt 1.mgr. 25.gr.  skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur: 3 Reykjavellir / Sunnuflöt í Bláskógabyggð. Deiliskipulag lögbýlis. Tillaga að deiliskipulagi fyrir lögbýlið Sunnuflöt (landnr. 176952). Skipulagssvæðið er rúmir 4 ha og liggur upp að landi Reykjavalla, vestan Reykjavallavegar. Í tillögunni er gert ráð fyrir tveimur rúmleg 0,6 ha frístundahúsalóðum auk þess sem gert ráð fyrir byggingarreit utan um núverandi íbúðarhús og gert ráð fyrir stækkun þess upp í allt að 300 fm, byggingarreit fyrir allt að 600 fm skemmu, byggingarreit fyrir 100 fm gróðurhús og byggingarreit fyrir tvö smáhhýsi. 4 Hæðarendi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Deiliskipulag frístundabyggðarinnar Fossvellir. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Fossvellir í landi Hæðarenda í Grímsnesi. Skipulagssvæðið er um 80 ha að stærð og liggur umhverfis Hæðarendalæk sunnan Búrfellsvegar. Gert er ráð fyrir 98 lóðum á bilinu 0,5 til 0,7 ha þar sem heimilt verður að reisa 150 fm frístundahús og 25 fm aukahús, en hámarksnýtingarhlutfall má þó ekki fara upp fyrir 0.03. 5 Hlíð í Grímsnes- og Grafningshreppi. Deiliskipulag frístundabyggðar. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hlíðar í Grafningi. Um er að ræða u.þ.b. 30 ha spildu þar sem gert er ráð fyrir 12 lóðum ásamt opnu svæði, vegstæðum, stígum og leiksvæði. Lóðirnar eru á bilinu 1,3 -1,6 ha að stærð. Nýtingarhlutfall lóða er 0,03 og heimilt að byggja 1 fríst.hús og allt að 30 fm aukahús á hverri lóð. 6 Ásólfsstaðir II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Deiliskipulag frístundabyggðar. Tillaga að deiliskipulagi frístundahúsalóða í landi Ásólfsstaða II. Skipulagssvæðið er um 56 ha að stærð og afmarkast af landamerkjum við Ásólfsstaði 1 frá þjóðvegi nr. 32 (Þjórsárdalsvegi) og norður fyrir íbúðarhús Ásólfsstaða I og II. Í tillögunni er gert ráð fyrir 8 frístundahúsalóðum og eru 6 af þeim 1 ha að stærð en 2 um 2 ha. Auk frístundahúsalóða er gert ráð fyrir skógræktarsvæði í samræmi við samning við Suðurlandsskóga. 7 Kílhraun í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Breyting á frístundabyggðinni Áshildarmýri Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar við Áshildarmýri í landi Kílhrauns. Í breytingunni felst að lóðin Árhraunsvegur nr. 13 stækkar úr 8.200 fm í 15.800 fm og Árhraunsvegur nr. 17 stækkar úr 8.100 í 11.400 fm. Ekki eru gerðar breytingar á skilmálum svæðisins. 8 Votamýri 2 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Deiliskipulag frístundahúsalóðar. Tillaga að deiliskipulagi frístundahúsalóðar úr landi Votumýrar 2 á Skeiðum. Lóðin er 6,1 ha að stærð og er staðsett við Þjórsá suðaustan við bæinn Votamýri. Heimilt verður að reisa allt að 300 fm frístundahús. 9 Stóra-Hof í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Endurskoðun deiliskipulags frístundabyggðar. Tillaga að endurskoðun deiliskipulags frístundabyggðar í landi Stóra-Hofs. Upphaflegt skipulag er frá 1992 en hluta þess var breytt í júlí 2007. Markmið endurskoðunar er að afmarka lóðir í samræmi við hnitsetningu, auka framboð lóða og breyta skilmálum í samræmi við það sem tíðkast í öðrum frístundahúsahverfum í dag. Lóðirnar eru 85 talsins og þar af eru 24 byggðar. 10 Bitra í Flóahreppi. Deiliskipulag frístundabyggðar og Golfvallar Tillaga að deiliskipulagi frístundbyggðar og golfvallar í landi Bitru í fyrrum Hraungerðishreppi. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 67 frístundahúsalóðum auk 18 holu golfvallar. Tillagan er í samræmi við áður auglýsta breytingu á aðalskipulagi sem sveitarstjórn hefur samþykkt en hefur ekki hloið endanlega staðfestingu . Lóðirnar eru á bilinu 0,5 ? 1 ha að stærð og miðast hámarksbyggingarmagn hverrar lóðar við nýtingarhlutfallið 0.03, þar af má aukahús að hámarki vera 30 fm. 11 Klængssel í Flóahreppi. Deiliskipulag tveggja íbúðarhúsalóða. Tillaga að deiliskipulagi tveggja tæplega 0,7 ha lóða úr jörðinni Klængssel (landnr. 165489). Lóðirnar kallast Klængssel 1 og 2 og á báðum þeirra er gert ráð fyrir byggingarreit fyrir íbúðarhús og útihús. Aðkoma að lóðunum er um heimkeyrslu að Klængsseli. 12 Syðri-Gegnishólar (Birkiland) í Flóahreppi. Deiliskipulag nýbýlis. Tillaga að deiliskipulagi fyrir Birkiland landnr. 211313 í Flóahreppi sem skipt var úr landi Syðri-Gegnishóla. Gert er ráð fyrir að byggja allt að 450 fm íbúðarhús ásamt bílskúr og allt að 900 fm skemmu sem rúma á hesthús og þjálfunaraðstöðu. Samkvæmt 1.mgr. 26.gr.  skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar: 13 Austurey I í Bláskógabyggð. Breyting á skilmálum frístundabyggðar. Tillaga að breytingu á skilmálum frístundabyggðar í landi Austureyjar I á bökkum Apavatns. Í breytingunni felst að á hverri lóð verði heimilt að reisa eitt frístundahús og eitt aukahús þannig að hámarksnýtingarhlutfall verði 0.03. Hámarksstærð aukahúss má þó að hámarki vera 30 fm .Þá er gert ráð fyrir að mænishæð húsa á öllum frístundahúsalóðum megi vera allt að 5 m frá jörðu. 14 Böðmóðsstaðir í Bláskógabyggð. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar úr landi Böðmóðsstaða. Í breytingunni felst að lóðinni Bjarkarhöfði verði skipt í þrjár lóðir í stað fimm skv. gildandi skipulagi og að hús innan svæðisins verði 3 í stað fjögurra. Þá er einnig gert ráð fyrir að heimilt verði að reisa allt að 180 fm hús á hverri lóð auk 25 fm geymslu. 15 Efri-Reykir í Bláskógabyggð. Endurskoðun deiliskipulags frístundabyggða. Ttillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Efri-Reykja. Að stærstum hluta er um að ræða endurskoðun á skipulagi eldra hverfis þar sem allar lóðirnar hafa verið mældar upp og hnitsettar. Þá eru innan svæðisins lóðir deiliskipulags sem auglýst var fyrir nokkrum árum en kláraðist ekki með auglýsingu í b-deild stjórnartíðinda. Þessar lóðir voru þó stofnaðar og margar þegar byggðar. Að auki bætast við nokkrar lóðir sem ekki hafa áður verið innan deiliskipulags. Þá er gert ráð fyrir að breytingu á skilmálum til samræmis við aðliggjandi hverfi. 16 Úthlíð í Bláskógabyggð. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar við Guðjónshvamm. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóða við Guðjónshvamm 1-5 í Úthlíð. Í breytingunni felst að ein lóð bætist við auk þess sem afmörkun og stærð fjögurra lóða breytist lítillega. 17 Úthlíð í Bláskógabyggð. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar, dælustöð við Skarðaveg. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Úthlíð sem felst í að gert er ráð fyrir lóð undir allt að 70 fm dælustöð við Skarðaveg rétt Miðbrún. 18 Hraunborgir í Grímsnes- og Grafningshreppi. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar fyrir svæði A og B. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi á svæði A og B í Hraunborgum í Grímsnesi. Fyrir svæði B felst breytingin í skilmálabreytingu þannig að heimilt verði að reisa 150 fm frístundahús og 25 fm aukahús á hverri lóð í stað 100 fm og 8 fm. Nýtingarhlutfall má þó ekki vera hærra en 0.03. Á svæði A er gert ráð fyrir sambærilegum skilmálabreytingum auk þess sem gert er ráð fyrir 6 nýjum lóðum og afmarkaðar eru sér lóðir utan um orlofsbústaði. 19 Klausturhólar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Breyting á skilmálum A, B og C-götu. Tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðar við A, B og C- götu í landi Klausturhóla. Í breytingunni felst að á hverri lóð verði nú heimilt að byggja frístundahús og aukahús þannig að nýtingarhlutfall verði að hámarki 0.03. Aukahúsið má þó að hámarki vera 40 fm að stærð. Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags  og hjá embætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 6. febrúar til 6. mars 2009. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á vefslóðinni http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/ Athugasemdum við skipulagstillöguna skulu berast til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu í síðasta lagi 20. mars 2009 og skulu þær vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni. Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps