Auglýsing um skipulagsmál í Uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi
Fréttir
21.11.2012
Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi
Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar varðandi breytingu á aðalskipulagi.
- Breyting á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012, í Bláskógabyggð,innan þéttbýlisins Laugarvatn.
- Svæði í miðju þéttbýlisins sem nær yfir Héraðsskólann og stærstan hluta háskólasvæðisins auk lóða við Dalbraut verður skilgreint sem miðsvæði þar sem gert er ráð fyrir verslun og þjónustu, stjórnsýslu, menningarstofnunum og ferðaþjónustu.
- Lóðir meðfram Torfholti, sem í dag er íbúðarbyggð, verði blönduð landnotkun íbúðar og verslunar- og þjónustu.
- Stofnanasvæði við Gljúfurholt verði að hluta blönduð notkun íbúðar-, verslunar- og þjónustusvæði og að hluta íbúðarsvæði.
- Reitur blandaðrar notkunar opinberrar þjónustu og verslunar sunnan við hesthúsasvæði, stækki og verði blönduð landnotkun verslunar- , þjónustu- og opið svæði til sérstakra nota fyrir ferðaþjónustu.
- Þéttbýlismörk breytast við ströndina.
- Ýmsar götur og stígar breytast innan þéttbýlisins.
- Breyting á deiliskipulagi Kiðjabergs í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fjölgun frístundahúsalóða og ýmsar lagfæringar.
- Breyting á deiliskipulagi Sólheima í Grímsnes- og Grafningshreppi. Íbúðarsvæði, menningarhús og athafnasvæði.
- Breyting á deiliskipulagi Grundar á Flúðum í Hrunamannahreppi. Stækkun skipulagssvæðis til vesturs vegna viðbyggingar við Hótel Flúðir.
- Breyting á deiliskipulagi orlofs- og frístundasvæðis Félags bókagerðarmanna í Miðdal, Bláskógabyggð. Tvö ný orlofshús auk lagfæringa á lóðarmörkum og byggingarreitum.
- Deiliskipulag fyrir fjallaselið Þverbrekknamúli í Bláskógabyggð ásamt umhverfisskýrslu.
- Deiliskipulag fyrir fjallasel í Þjófadölum í Bláskógabyggð ásamt umhverfisskýrslu.
- Deiliskipulag fyrir þéttbýli Laugarvatns í Bláskógabyggð.