Auglýsing um skipulagsmál í Uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi

Fréttir 17.10.2012
Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi   Þegar vinna hefst við gerð aðalskipulagsbreytingar skal taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli.   Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að lýsingu skipulags fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:   
  1. Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 í landi Öndverðarness. Frístundabyggð.
Lögð fram lýsing á breytingu á aðalskipulagi í landi Öndverðarness. Gert er ráð fyrir að stækka svæði fyrir frístundabyggð í landi Öndverðarness (merkt F18)  um 14 ha á kostnað opins svæðis til sérstakra nota. Svæðið er á milli Kambsbrautar og húsi golfklúbbs Öndverðarness.  
  1. Breyting á Aðalskipulagi Hraungerðishrepps 2003-2015, Flóahreppi, í landi Bitru. Verslun- og þjónustusvæði við gatnamót Skeiða- og Hrunamannavegar og Suðurlandsvegar..
Lögð fram lýsing aðalskipulagsbreytingar vegna breytingar við Skeiðavegamót í landi Bitru. Samkvæmt lýsingunni er gert ráð fyrir að um 2 ha landbúnaðarsvæði vestan Skeiða- og Hrunamannavegar verði breytt í svæði fyrir verslun- og þjónustu.   Áður en tillaga að breytingu á aðalskipulagi er tekin til formlegrar afgreiðslu í sveitarstjórn skal tillagan og forsendur hennar kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt eftirfarandi tillaga  að breytingu á aðalskipulagi: 
  1. Breyting á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 á spildu úr landi Vorsabæjar 1. Landbúnaðarsvæði breytist í Iðnaðarsvæði til orkuvinnslu og íbúðarsvæði.
Um er að ræða breytingu á landnotkun á tæplega 40 ha spildu sem liggur suðvestur af bæjartorfu Vorsabæjar. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er öll spildan skilgreind sem landbúnaðarsvæði en fyrirhugað er að gera ráð fyrir iðnaðarsvæði á suðvesturhluta spildunnar. Á iðnaðarsvæðinu verður heimilt að reisa tvær 800 kw vindmyllur þar sem mastrið er um 52 m hátt og þvermál spaða 44 m. Tillagan verður aðgengileg á vef skipulags- og byggingarfulltrúa http://granni.is/uppsveitirogfloahr/  auk þess sem hún verður til kynningar á skrifstofu sveitarfélagsins í Árnesi þriðjudaginn 23. október 2012 frá kl. 13 til 18   Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórna varðandi breytingar á aðalskipulagi.
  1. Breyting á Aðalskipulagi Hraungerðishrepps 2003-2015 á svæði í landi Stóra- og Litla-Ármóts í Flóahreppi. Íbúðarsvæði í stað landbúnaðar- og frístundasvæðis.
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi 3. október 2012 tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem varðar um 11 ha svæði úr landi Stóra- og Litla-Ármóts. Í breytingunni felst að svæðið verður að íbúðarsvæði í stað landbúnaðarsvæðis og svæðis fyrir frístundabyggð. Tillagan var auglýst samhliða deiliskipulagi fyrir svæðið 16. ágúst 2012 með athugasemdafresti til 28. september. Engar athugasemdir bárust. Aðalskipulagsbreytingin hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga um aðalskipulagsbreytinguna geta snúið sér til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
  1. Breyting á Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2003-2015 á spildu úr landi Miðfells 3. Nýtt svæði fyrir verslun- og þjónustu.
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi 16. ágúst 2012 tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem varðar spildu úr landi Miðfells 3. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir svæði fyrir verslun og þjónustu á svæði sem samkvæmt gildandi aðalskipulagi er landbúnaðarsvæði. Á þessari spildu er fyrirhugað að reisa gistiheimili/hótel.Tillagan var auglýst samhliða deiliskipulagi fyrir svæðið 21. júní 2012 með athugasemdafresti til 3. ágúst. Engar athugasemdir bárust. Aðalskipulagsbreytingin hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga um aðalskipulagsbreytinguna geta snúið sér til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
  1. Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 innan þéttbýlisins Reykholt í Bláskógabyggð. Stækkun á athafnasvæði fyrir dælustöð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi 4. október 2012 tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem varðar þéttbýlið Reykholt 3. Í breytingunni felst að núverandi athafnasvæði utan um Reykholtshver stækkar til norðurs þar sem fyrirhugað að reisa dælustöð sem myndi þjóna starfsemi Bláskógaveitu. Athafnasvæðið fer inn á svæði sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem svæði fyrir þjónustustofnanir. Tillagan var auglýst samhliða deiliskipulagi fyrir svæðið 16. ágúst 2012 með athugasemdafresti til 28. september.  Ein athugasemd barst en breytingin var samþykkti óbreytt frá auglýstri tillögu. Aðalskipulagsbreytingin hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga um aðalskipulagsbreytinguna geta snúið sér til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
  1. Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Heiðar við fossinn Faxa í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi 6. september 2012 tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins í landi Heiðar. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir svæði fyrir verslun- og þjónustu á svæðinu milli þjóðvegar og fossins Faxa. Á svæðinu er þegar til staðar tjaldsvæði en vegna mikillar aukningar ferðamanna undanfarin misseri er fyrirhugað að auka þjónustustig svæðisins m.a. með byggingu veitingasölu.  Tillagan var auglýst samhliða deiliskipulagi fyrir svæðið 21. júní 2012 með athugasemdafresti til 3. ágúst.  Engar athugasemdir bárust.Aðalskipulagsbreytingin hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga um aðalskipulagsbreytinguna geta snúið sér til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.   Áður en tillaga að deiliskipulagi er tekin til formlegrar afgreiðslu skal tillagan og forsendur hennar kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi
  1. Tillaga að deiliskipulagi á um 8,4 á spildu úr landi Egilsstaða í Flóahreppi. Nýbýlið Egilsstaðatjörn.
Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi nýbýlisins Egilsstaðatjörn. Skipulagssvæðið nær yfir um 8,4 svæði sem liggur upp að Urriðafossvegi og aðkomuvegi að Ósavatni. Á spildunni er fyrirhugað að reisa íbúðarhús, útihús og frístundahús.  
  1. Deiliskipulag fyrir Langholt 2 (lnr 166249) og Langholt 3 (lnr. 166248) í Flóahreppi.
Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi fyrir Langholt 2 lnr. 166249 og 3 lnr. 166248 í Flóahreppi. Deiliskipulagið nær til tveggja jarða. Jörðin Langholt 3 sem er um 1,3 ha að stærð og tvær spildur úr Langholti 2 sem eru annars vegar um 1,5 ha og hins vegar 19 ha að stærð. Fyrirhugað er að byggja þar hótel/gistiaðstöðu, skemmu, reiðhöll, frístundahús og gestahús.   Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum: 
  1. Tillaga að deiliskipulagi í landi Húsatófta 2 (lnr. 166472) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Nýtt íbúðarhús og stækkun/endurgerð útihúsa.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi í landi Húsatófta 2 lnr. 166472. Gert er ráð fyrir 4,93 ha spildu þar sem fyrirhugað er m.a. að byggja nýtt íbúðarhús á jörðinni sem fengi heitið Húsatóftir 2B. Á lóðinni standa í dag hluti af gömlu útihúsunum frá Húsatóftum 2 og er gert ráð fyrir að heimilt verði að stækka þau.  
  1. Deiliskipulag fyrir smábýlalóðina Leiti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Tilllaga að  deiliskipulagi yfir lóðina Leiti í Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Um er að ræða 3,9 ha spildu, skilgreint sem smábýli þar sem gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir allt að 250 fm hesthúsi, byggingarreit fyrir allt að fjögur 35-40 fm frístundahús og að Leitisvegur verði framlengdur frá núverandi húsi suður eftir landinu.     Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags og skrifstofu skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á  http://granni.is/uppsveitirogfloahr/. Skipulagstillögur nr. 1, 2, 3, 8 og 9 eru í kynningu frá 18. til 26 október 2012, en tillögur nr. 10 og 11 eru í kynningu frá 18. október til 30. nóvember 2012.  Athugasemdir og ábendingar við tillögur nr. 1, 2, 3, 8 og 9 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 26. október en athugasemdir við tillögur nr. 10 til 11 þurfa að berast í síðasta lagi 30. nóvember 2012. Athugasemdir skulu vera skriflegar.   Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps