Auglýsing um skipulagsmál í Uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi
Fréttir
17.10.2012
Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi
Þegar vinna hefst við gerð aðalskipulagsbreytingar skal taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli.
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að lýsingu skipulags fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:
- Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 í landi Öndverðarness. Frístundabyggð.
- Breyting á Aðalskipulagi Hraungerðishrepps 2003-2015, Flóahreppi, í landi Bitru. Verslun- og þjónustusvæði við gatnamót Skeiða- og Hrunamannavegar og Suðurlandsvegar..
- Breyting á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 á spildu úr landi Vorsabæjar 1. Landbúnaðarsvæði breytist í Iðnaðarsvæði til orkuvinnslu og íbúðarsvæði.
- Breyting á Aðalskipulagi Hraungerðishrepps 2003-2015 á svæði í landi Stóra- og Litla-Ármóts í Flóahreppi. Íbúðarsvæði í stað landbúnaðar- og frístundasvæðis.
- Breyting á Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2003-2015 á spildu úr landi Miðfells 3. Nýtt svæði fyrir verslun- og þjónustu.
- Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 innan þéttbýlisins Reykholt í Bláskógabyggð. Stækkun á athafnasvæði fyrir dælustöð.
- Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Heiðar við fossinn Faxa í Bláskógabyggð.
- Tillaga að deiliskipulagi á um 8,4 á spildu úr landi Egilsstaða í Flóahreppi. Nýbýlið Egilsstaðatjörn.
- Deiliskipulag fyrir Langholt 2 (lnr 166249) og Langholt 3 (lnr. 166248) í Flóahreppi.
- Tillaga að deiliskipulagi í landi Húsatófta 2 (lnr. 166472) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Nýtt íbúðarhús og stækkun/endurgerð útihúsa.
- Deiliskipulag fyrir smábýlalóðina Leiti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.