Auglýsing um skipulagsmál í Uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi
Fréttir
24.09.2012
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Í UPPSVEITUM ÁRNESSÝSLU OG FLÓAHREPPI
Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi
Þegar vinna hefst við gerð aðalskipulagsbreytingar skal taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli.
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að lýsingu skipulags fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:
1. Breyting á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 á spildu úr landi Vorsabæjar 1. Landbúnaðarsvæði breytist í Iðnaðarsvæði til orkuvinnslu og íbúðarsvæði.
Um er að ræða breytingu á landnotkun á tæplega 40 ha spildu sem liggur suðvestur af bæjartorfu Vorsabæjar. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er öll spildan skilgreind sem landbúnaðarsvæði en fyrirhugað er að gera ráð fyrir iðnaðarsvæði á suðvesturhluta spildunnar og íbúðarsvæði á norðausturhluta hennar. Svæðið milli iðnaðar- og íbúðarsvæðis verður áfram skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Á iðnaðarsvæðinu verður heimilt að reisa tvær 800 kw vindmyllur þar sem mastrið er um 52 m hátt og þvermál spaða 44 m.
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar eftirfarandi tillögur að breytingu á aðalskipulagi:
- Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á svæði úr landi Stóru-Borgar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Smábýli í stað frístundabyggðar við Höskuldslæk. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi á spildu úr landi Stóru-Borgar. Breytingin varðar um 37 ha spildu úr landi Stóru-Borgar sem liggur upp að Biskupstungnabraut og Höskuldslæk, sunnan þjóðvegar. Landið er í dag skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð en fyrirhugað er að breyta því þannig að heimilt verði að byggja þar nokkur smábýli, um 6-10 skv. fyrirliggjandi tillögu. Svæðið verður skilgreint sem blanda landbúnaðar- og íbúðarsvæðis. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins er auglýst samhliða.
- Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á spildu úr landi Ásgarðs við Skógarholt. Svæði fyrir frístundabyggð í stað opins svæðis til sérstakra nota. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi á um 14 ha svæði úr landi Ásgarðs við Skógarholts sem í dag er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota en með breytingunni verður að svæði fyrir frístundabyggð til samræmis við aðliggjandi svæði. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi hluta svæðisins þar sem gert er ráð fyrir 11 nýjum frístundahúsalóðum. Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:
- Deiliskipulag smábýlasvæðis við Höskuldslæk í landi Stóru-Borgar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Skagamýri, smábýlasvæði. Tillaga að deiliskipulagi 36,8 ha svæðis úr landi Stóru-Borgar við Höskuldslæk á svæði sem kallst Skagamýri. Á svæðinu er gert ráð fyrir 8 smábýlalóðum (blanda íbúðar- og landbúnaðarsvæðis) sem eru á bilinu 2,7 til 6,2 ha stærð þar sem heimilt verður að reisa íbúðarhús auk bygginga tengdum búrekstri s.s. gróðurhús, skemmur og útihús. Á lóðunum verður heimilt að vera með þjónustuiðnað vegna viðhalds og uppbyggingar sumarhúsabyggða s.s. verktakaþjónustu eða veitinga- og gistiþjónustu. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi svæðisins er auglýst samhliða.
- Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Ásgarðs í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fjölgun lóða við Skógarholt og Vesturbrún. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir 10 nýjum lóðum út frá Skógarholti á svæði 3 inn á svæði 2 þar sem áður var gert ráð fyrir útivistarsvæði. Einnig er gert ráð fyrir einni lóð við enda Vesturbrúnar á svæði 2. Ekki er gerðar breytingar á skilmálum svæðisins. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi svæðisins er auglýst samhliða.
- Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Öndverðarness í Grímsnes- og Grafningshreppi. 7 lóðir við Ferjubraut í framhaldi af Kambsbraut. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í landi Öndverðaness. Um er að ræða 4 ha svæði meðfram Hvíta, kallað Ferjubraut, þar sem gert er ráð fyrir nýjum 7 lóðum. Þá er einnig gerð breyting á skilmálum svæðisins á þann veg að miðað verði við nýtingarhlutfallið 0.03 eins og á öðrum svæðum í Öndverðarnesi auk þess sem aukahús mega vera 40 fm að stærð í stað 25 fm. Gatan Ferjubraut kemur í beinu framhaldi af Kambsbraut.
- Deiliskipulag tveggja frístundahúsalóða úr landi Iðu í Bláskógabyggð. Hamarsvegur 1 og 3. Tillaga að deiliskipulagi í landi Iðu I rétt við brúnna yfir í Laugarás. Um er að ræða tvær frístundahúsalóðir, Hamarsvegur 1 og 3, og eru báðar lóðirnar til sem fasteignir í dag og hefur verið byggt á þeim báðum. Markmið deiliskipulagsins er að setja skilmála til samræmis við almennar samþykktir sveitarfélagsins varðandi frístundahúsabyggð.
- Deiliskipulag fyrir nýtt lögbýli (lnr. 212210) úr landi Kjóastaða í Bláskógabyggð. Lögð fram tillaga að deiliskipulag yfir um 33 ha svæði (lnr. 212210) sem liggur upp að Biskupstungnabraut og Skeiða- og Hrunamannavegi og sem fyrirhugað er að nýta til hrossaræktar og uppgræðslu/garðyrkju. Innan svæðisins eru tveir byggingarreitir fyrir íbúðarhús og útihús og annar byggingarreitur fyrir sameiginlegt útihús.
- Breyting á deiliskipulagi þéttbýlisins Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Færsla á endurvarpsstöð. Í breytingunni felst að endurvarpsstöð sem nú er staðsett á lóðinni Bugðugerði 1 verður færð á nýja 200 fm lóð við tjaldsvæðið, um 105 m vestan við sundlaugina. Fjarskiptamastrið er 30 m hátt og auk þess verður heimilt að reisa um 15 fm tækjahús á lóðinni.