Auglýsing um skipulagsmál í Uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi

Fréttir 16.05.2012
Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi Áður en tillaga að breytingu á aðalskipulagi er tekin til formlegrar afgreiðslu skal tillagan og forsendur hennar kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar eftirfarandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi: 1. Breyting á Aðalskipulagi Hraungerðishrepps 2003-2015 á svæði í landi Stóru- og Litlu-Ármóta í Flóahreppi. Íbúðarsvæði í stað landbúnaðar- og frístundasvæðis. Skipulagssvæðið er um 11 ha að stærð og skv. gildandi skipulagi eru um 4 ha frístundasvæði og 7 ha landbúnaðarsvæði. Fyrirhugað er að breyta svæðinu í íbúðarsvæði fyrir um 10 lóðir þar sem heimilt verður að reisa íbúðarhús, geymslu/gestahús og skemmu. Drög að deiliskipulagi svæðisins er kynnt samhliða Þegar vinna hefst við gerð deiliskipulags skal taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Samkvæmt 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að lýsingu skipulagsverkefnis fyrir eftirfarandi verkefni: 2. Deiliskipulag fyrir fjallaselið Þverbrekknamúli í Bláskógabyggð. Lögð fram til kynningar lýsing á skipulagsverkefni vegna deiliskipulags fyrir fjallaselið Þverbrekknamúlí  Bláskógabyggð. Skipulagssvæðið nær yfir núverandi skála  og nánasta umhverfi. Í lýsingu kemur fram að helstu viðfangsefni deiliskipulagsvinnunar er að afmarka lóð utan um skálasvæðið, stækka/endurnýja salernishús, gera ráð fyrir nýjum gistiskála eða stækkun á núverandi húsi auk skálavarðarhúsi. 3. Deiliskipulag fyrir fjallasel í Þjófadölum í Bláskógabyggð.. Lögð fram til kynningar lýsing á skipulagsverkefni vegna deiliskipulags fyrir fjallasel í Þjófadölum. Skipulagssvæðið nær yfir núverandi skála og nánasta umhverfi. Í lýsingu kemur fram að helstu viðfangsefni deiliskipulagsvinnunar er að afmarka lóð utan um núverandi skála og gera ráð fyrir stækkun/endurnýjun á salernisaðstöðu. 4. Deiliskipulag fyrir frístundabyggð í landi Skálabrekku við Þingvallavatn í Bláskógabyggð. Lýsing skipulagsverkefnis. Lögð fram til kynningar lýsing á skipulagsverkefni vegna deiliskipulags fyrir frístundabyggð á um 36 ha svæði úr landi Skálabrekku sem liggur milli gamla Þingvallavegar og Þingvallavatns, suðvestan við áður samþykkt deiliskipulag frístundabyggðar við Skálabrekkugötu. Gert er ráð að heildarfjöldi lóða innan skipulagssvæðisins verði um 24 talsins. Áður en tillaga að deiliskipulagi er tekin til formlegrar afgreiðslu skal tillagan og forsendur hennar kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi: 5. Tillaga að deiliskipulagi fjallaselsins Hvítárnes við Hvítárvatn í Bláskógabyggð. Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi fyrir fjallaselið Hvítárnes við Hvítárvatn á Kili í Bláskógabyggð. Skipulagssvæðið nær yfir núverandi skála í Hvítárnesi og nánasta umhverfi. Í deiliskipulaginu er m.a. afmörkuð lóð utan um núverandi hús til að hægt verið að skrá það með formlegum hætti í fasteignaskrá auk þess sem gert er ráð fyrir stækkun á salernisaðstöðu og afmarkað svæði fyrir bílastæði og tjaldsvæði. Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi: 6. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar við Hrísbraut úr landi Drumboddsstaða í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að lóðinni Hrísbraut 4 verði skipt í tvær lóðir, Hrísbraut 4 a og 4 b. Þá er einnig gert ráð fyrir að skilmálar breytist þannig að á hverri lóð verði byggingarmagn miðað við nýtingarhlutfallið 0.03 auk þess sem gert er ráð fyrir hámarksmænishæð verði 6 m og að mænisstefna verði frjáls. 7. Deiliskipulag um 18 ha lögbýlis úr landi Þórisstaða sem heitir Lyngbær, í Grímsnes- og Grafningshreppi. Tillaga að deiliskipulagi fyrir lögbýlið Lyngbæ lnr. 191762. Lyngbær er 17,8 ha spilda úr landi Þórisstaða og er fyrirhugað að byggja allt að 300 fm íbúðarhús og allt að 100 fm bílskúr ásamt hesthúsi og aðstöðuhúsi. Lögbýlið var stofnað árið 2003 en ekkert hús hefur verið reist á spildunni til þessa. Lögbýlið liggur að Biskupstungnabraut, rétt vestan við Mosfell. 8. Deiliskipulag fyrir minnkabú á spildu úr landi Ása í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Tillaga að deiliskipulagi fyrir minkabú á spildu úr landi Ása í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Um er að ræða um 4,5 ha spildu sem liggur upp að Stóra-Núpsvegi nr. 382, alveg við minkabúið Mön. Innan skipulagssvæðisins eru tveir byggingarreitir. Í öðrum þeirra verður heimilt að reisa minkahús sem samtals geta orðið allt að 8.880 fm að stærð og í hinum er gert ráð fyrir tveimur allt að 6 m háum tönkum. Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni  og á skrifstofum viðkomandi sveitarfélaga á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á  http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/. Skipulagstillögur nr. 1 ? 5 eru í kynningu frá 16. til 23. maí 2012 en kynningartími fyrir skipulagstillögur nr. 6 ? 8 er frá 16. maí  til 28. júní. Athugasemdir og ábendingar við tillögur  nr. 1-5 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 23. maí en athugasemdir við tillögur nr. 6 ? 8 þurfa að berast í síðasta lagi 28. júní 2012. Athugasemdir skulu vera skriflegar. Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps