Auglýsing um skipulagsmál í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi

Fréttir 18.04.2012
Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi Þegar vinna hefst við gerð aðalskipulagsbreytingar skal taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að lýsingu skipulags fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar: 1. Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í Bláskógabyggð. Breyting á legu Reykjavegar. Að mati sveitarstjórnar Bláskógabyggðar er orðið brýn þörf á að byggja upp Reykjaveg sem tengir austur og vesturhluta sveitarfélagsins saman. Uppbygging vegarins er ekki komin á framkvæmdaáætlun Vegagerðarinnar og er því tækifæri til að fara yfir hvort að fyrirhuguð veglína samkvæmt gildandi aðalskipulagi sé besti kosturinn eða hvort æskilegt sé að gera einhverjar breytinga þar á. Í þessari breytingu er verið að skoða mögulega færslu Reykjavegar frá afleggjara að Tjörn og að Biskupstungnabraut. Fyrsta skref þessa ferils er kynna lýsingu á tillögunni og kanna afstöðu og viðbrögð hagsmunaaðila. 2. Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á spildu úr landi Ásgarðs við  Skógarholt. Svæði fyrir frístundabyggð í stað opins svæðis til sérstakra nota. Breytingin varðar um 14 ha spildu úr landi Ásgarðs með aðkomu frá Skógarholti. Fyrirhugað er að bæta við frístundahúsalóðum á hluta svæðisins og er því gert ráð fyrir að breyta landnotkun þess úr opnu svæði til sérstakra nota í svæði fyrir frístundabyggð. 3. Breyting á Aðalskipulagi Hraungerðishrepps 2003-2015 á svæði í landi Stóru- og Litlu-Ármóta í Flóahreppi. Íbúðarsvæði í stað landbúnaðar- og frístundasvæðis. Skipulagssvæðið er um 10 ha að stærð og skv. gildandi skipulagi eru um 4 ha frístundasvæði og 6 ha landbúnaðarsvæði. Fyrirhugað er að breyta svæðinu í íbúðarsvæði fyrir um 10 lóðir þar sem heimilt verður að reisa íbúðarhús, geymslu/gestahús og skemmu. Áður en tillaga að breytingu á aðalskipulagi er tekin til formlegrar afgreiðslu skal tillagan og forsendur hennar kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar eftirfarandi tillögur að breytingu á aðalskipulagi: 4. Breyting á Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2003-2015 á spildu úr landi Miðfells 3. Nýtt svæði fyrir verslun- og þjónustu. Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2003-2015 fyrir spildu úr landi Miðfells 3. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir svæði fyrir verslun og þjónustu á svæði sem samkvæmt gildandi aðalskipulagi er landbúnaðarsvæði. Á þessari spildu er fyrirhugað að reisa gistiheimili/hótel. Aðkoma að svæðinu verður um land Dalbæjar 3. 5. Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Heiðar við fossinn Faxa í Bláskógabyggð. Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Heiðar. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir svæði fyrir verslun- og þjónustu á svæðinu milli þjóðvegar og fossins Faxa. Á svæðinu er þegar til staðar tjaldsvæði en vegna mikilllar aukningar ferðamanna undanfarin misseri er fyrirhugað að auka þjónustustig svæðisins m.a. með byggingu veitingasölu. Þegar vinna hefst við gerð deiliskipulags skal taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Samkvæmt 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að lýsingu skipulagsverkefnis fyrir eftirfarandi verkefni: 6. Deiliskipulag fyrir 9,7 ha spildu,  Skálmholt land C (lnr.219650), í Flóahreppi. Unnið er að deiliskipulagi fyrir 9,7 ha landbúnaðarspildu Skálmholt land C (lnr. 219650) sem liggur sunnan Skeiða- og Hrunamannavegar nr. 30, með aðkomu í gegnum frístundabyggðirnar Mörk og Merkurhraun. Fyrirhugað er að reisa íbúðarhús og skemmu á spildunni. 7. Deiliskipulag fyrir frístundabyggð á 90 ha svæði úr landi Stærri-Bæjar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Frístundabyggðin Grófarhöfði. Unnið er að deiliskipulagi fyrir 90 ha spildu úr landi Stærri-Bæjar sem afmarkast af Biskupstungnabraut að austanverðu, landi Svínavatns að norðanverðu, frístundabyggð við Heiðarbraut að vestan- og suðvestanverðu. Samkvæmt fyrstu drögum að deiliskipulagi er gert ráð fyrir allt að 78 nýjum frístundahúsalóðum á svæðinu. Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi: 8. Tillaga að deiliskipulagi fyrir 6 ha frístundasvæði úr landi Eystra-Geldingaholts við Kálfa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Tillaga að deiliskipulagi fyrir 6 ha frístundahúsasvæði úr Eystra-Geldingaholts. Svæðið afmarkast af Þjórsárdalsvegi, Kálfa og Gnúpverjavegi nr. 325. Gert er ráð fyrir þremur lóðum, lóð nr. 1 er 3.075fm frístundahúsalóð, lóð nr. 2 er 4.122 fm þar sem ráðgert er að reisa allt að 140 fm vinnustofu og lóð nr. 3 er 2.500 fm og fyrir allt að 75 fm frístundahús. Á svæðinu hefur þegar verið reist eitt frístundahús. 9. Tillaga að deiliskipulagi um 4 ha frístundabyggðarsvæði úr landi Syðra-Langholts í Hrunamannahreppi. Vesturhlíð. Tillaga að deiliskipulagi fyrir ca. 3,96 ha frístundasvæði í landi Syðra-Langholts 2 sem nefnist Vesturhlíð. Í skipulaginu er gert ráð fyrir þremur 7.950 fm frístundahúsalóðum, þremur 3.326 fm ræktunarlóðum og einni 5.777 fm. sameignarlóð fyrir aðkomuveg, bílastæði ásamt mögulegri leikja- og tjaldflöt fyrir gesti. 10. Tillaga að deiliskipulagi tveggja sumarhúsalóða úr landi Öndverðarness 2 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Tillaga að deiliskipulagi fyrir tvær sumarhúsalóðir úr landi Öndverðaness 2. Báðar lóðirnar eru þegar skráðar í Fasteignaskrá og hafa verið það lengi og er önnur þeirra byggð. Fyrir liggur undanþága umhverfisráðuneytisins varðandi heimild til að reisa nýtt frístundahús í 85 m fjarlægð frá miðlínu Biskupstungnabrautar. 11. Tillaga að deiliskipulagi fyrir bæjartorfu Skálmholts í Flóahreppi. Tillaga að deiliskipulagi fyrir 8 ha svæði í landi Skálmholts þar sem fyrirhuguð er uppbygging á gripa- og útihúsum, vélahúsum og starfsmanna- og þjónustuhúsi. Skipulagssvæðið er umhverfis núverandi bæjartorfu auk þess sem gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir starfsmanna- /ferðaþjónustuhús upp við landamörk við jörðina Þjótanda. Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni  og á skrifstofum viðkomandi sveitarfélaga á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á  http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/. Skipulagstillögur nr. 1 ? 7 eru í kynningu frá 18. til 30. apríl 2012 en kynningartími fyrir skipulagstillögur nr. 8 ? 11 er frá 18. apríl til 31. maí. Athugasemdir og ábendingar við tillögur  nr. 1-7 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 30. apríl en athugasemdir við tillögur nr. 8 ? 11 þurfa að berast í síðasta lagi 31. maí 2012. Athugasemdir skulu vera skriflegar. Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps