Auglýsing um skipulagsmál í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi

Fréttir 03.04.2008
Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunnamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi Samkvæmt 1.mgr 21.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar: 1 Úlfljótsvatn í Grímsnes- og Grafningshreppi. Frístundabyggð. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 í landi Úlfljótsvatns. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir að um 60 ha óbyggt svæði nyrst á jörðinni Úlfljótsvatn, við norð-vestanvert vatnið, breytist í svæði fyrir frístundabyggð. Í byrjun árs 2006 var auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi í landi Úlfljótsvatns sem fól í sér aukningu á frístundabyggð jarðarinnar um 500 ha. Vegna athugasemda sem bárust á auglýsingartíma var ákveðið að endurskoða fyrirhuguð áform um uppbyggingu frístundabyggðar á svæðinu og falla frá áður auglýstri tillögu. Nú er auglýst til kynningar endurskoðuð tillaga að breytingu á aðalskipulagi í landi Úlfljótsvatns og er tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi svæðisins auglýst samhliða. Samkvæmt 1.mgr. 25.gr.  skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur: 2 Syðri-Reykir í Bláskógabyggð. Deiliskipulag frístundabyggðar við Eyrarveg. Tillaga að deiliskipulagi þriggja frístundahúsalóða í landi Syðri-Reykja milli Eyrarvegar og Brúarár. Skipulagssvæðið er 31.180 fm að stærð og er gert ráð fyrir tveimur 5.000 fm lóðum og einni 20.780 fm. Húsin skulu ekki vera stærri en 300 fm og á lóðunum er heimilt að reisa geymslu, svefn- eða gróðurhús, ekki stærri en 30 fm. Hámarksnýtingarhlutfall er 0.03. Aðeins er heimilt að reisa eitt hús ásamt útihúsi innan hvers byggingareits. 3 Úlfljótsvatn í Grímsnes- og Grafningshreppi. Deiliskipulag frístundabyggðar. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Úlfljótsvatns í Grafningi. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 56 nýjum frístundahúsalóðum á svæði nyrst í landi Úlfljótsvatns, á svæði sem liggur upp að athafnasvæði Landsvirkjunar við Steingrímsstöð við vestanvert Úfljótsvatn. Aðkoma að svæðinu er frá Grafningsvegi. Heimilt verður að reisa allt að 250 fm frístundahús á hverri lóð auk allt að 40 fm aukahúss. Nýtingarhlutfall lóðar má þó ekki vera hærra en 0.03. Í byrjun árs 2006 var auglýst tillaga að deiliskipulag frístundabyggðar á þessu svæði þar sem gert var ráð fyrir um 180 frístundahúsalóðum. Vegna athugasemda sem bárust á auglýsingartíma var ákveðið að falla frá áður auglýstri tillögu og í staðinn auglýsa endurskoðað skipulag fyrir svæðið. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi svæðisins er auglýst samhliða. 4 Efri-Gróf í Flóahreppi. Deiliskipulag tveggja íbúðarhúsalóða. Tillaga að deiliskipulagi tveggja íbúðarhúsalóða úr landi Efri-Grófar í fyrrum Villingaholtshreppi. Um er að ræða tvær rúmlega 4,5 ha lóðir austan Villingholtsvegar, ofan við jörðina Mjösyndi. Gert er ráð fyrir að á hvorri lóð verði heimilt að reisa eitt íbúðarhús og hesthús (gripahús) samtals allt að 600 fm, þar af má hesthúsið (gripahúsið) vera allt að 150 fm. 5 Fljótshólar IV í Flóahreppi. Deiliskipulag landsspildu fyrir íbúðarhús og útihús. Tillaga að deiliskipulagi 7,4 ha spildu (landnr. 212340) úr landi Fljótshóla I og IV, vestan Villingaholtsvegar.  tillögunni felst að gert er ráð fyrir byggingarreit (merktur A) fyrir íbúðarhús og bílskúr og öðrum byggingarreit (merktur B) fyrir húsnæði tengdum frístundabúskap. 6 Langsstaðir í Flóahreppi. Deiliskipulagi fyrir nýbýli. Tillaga að deiliskipulagi nýbýlis á 3 ha spildu úr landi Langsstaða, rétt vestan við Þingborg. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir byggingarreit þar sem heimilt verður að reisa allt að 1.400 fm hús sem hýsa á pökkunarstöð fyrir garðávexti, handverksstofu, íbúð og skrifstofur. 7 Rútsstaðir í Flóahreppi. Deiliskipulag 15,6 ha landsspildu fyrir íbúðarhús og útihús. Tillaga að deiliskipulagi 15,63 ha spildu úr landi Rútsstaða, vestan Gaulverjabæjarvegar og rétt norðan við Klængsel. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir byggingarreit (merktur A) fyrir íbúðarhús og bílskúr og öðrum byggingarreit (merktur B) fyrir vélageymslu og hesthúsi. Samkvæmt 1.mgr. 26.gr.  skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar: 8 Miðengi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Farborgir, skilmálabreyting. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Farborgir í landi Miðengis í Grímsnesi. Í breytingunni felst að heimilt verði að reisa allt að 250 fm frístundahús á hverri lóð og allt að 40 fm aukahús. Nýtingarhlutfall lóðar má þó að hámarki vera 0.03. Í gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja allt að 150 fm frístundahús og 25 fm aukahús. Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags  og hjá embætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 3. apríl til 1. maí 2008. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á vefslóðinni http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/ Athugasemdum við skipulagstillöguna skulu berast til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu í síðasta lagi 15. maí 2008 og skulu þær vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni. Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu