Auglýsing um skipulagsmál í Uppsveitum Árnessýslu og Flóahrepp
Fréttir
03.05.2012
Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi
Þegar vinna hefst við gerð aðalskipulagsbreytingar skal taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli.
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að lýsingu skipulags fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:
- Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 innan þéttbýlisins Reykholt í Bláskógabyggð. Tenging Lyngbrautar við Biskupstungnabraut.
- Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 innan þéttbýlisins Reykholt í Bláskógabyggð. Stækkun á athafnasvæði fyrir dælustöð.
- Breyting á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016. Vindrafstöðvar á athafnasvæði Landsvirkjunar við Bjarnalón.
- Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 í landi Bíldsfells 3. Landbúnaðarsvæði í stað frístundabyggðar og efnistökusvæðis.
- Tillaga að tveggja íbúðarhúsalóða og lóðar fyrir útihús á jörðini Bíldsfell 3 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
- Tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðsvæðis Flúða í Hrunamannahreppi. Stækkun Hótel Flúða.
- Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Laugaráss í Bláskógabyggð á lóðum nr. 3-11 við Austurbyggð. Byggingarreitir fyrir bílskúra/bílskýli.