Auglýsing um skipulagsmál
Fréttir
20.03.2014
Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi
Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórna varðandi eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:
- Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 í landi Miðengis. Stækkun frístundabyggðarinnar Bústjórabyggð.
- Breyting á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Lækjarhvamms. Smávirkjun.
- Breyting á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Austureyjar. Svæði fyrir verslun- og þjónustu í stað íbúðarsvæðis.
- Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 innan þéttbýlisins Reykholt. Breyting á tengingu Lyngbrautar við þjóðveg.
- Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á spildu úr landi Klausturhóla við Biskupstungnabraut. Svæði fyrir verslun- og þjónustu í stað frístundabyggðar.
- Deiliskipulag smávirkjunar fyrir fjarskiptastöð Neyðarlínunnar við Bláfell í Bláskógabyggð.
- Deiliskipulag fyrir nýtt lögbýli við Brúará úr landi Efri-Reykja í Bláskógabyggð.
- Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 á spildu úr landi Kjóastaða. Verslun og þjónusta í stað landbúnaðarsvæðis.
- Deiliskipulag Sjónarhóls í Ásahreppi. Íbúðarhús og skemma.
- Deiliskipulag friðlands við Gullfoss og næsta nágrennis ásamt umhverfisskýrslu, Bláskógabyggð.
- Deiliskipulag bæjartorfu Miðdalskots og næsta nágrennis, Bláskógabyggð.
- Deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustusvæði á spildu úr landi Kjóastaða 1 í Bláskógabyggð (lnr. 220934).
- Deiliskipulag fyrir miðsvæði Flúða í Hrunamannahreppi.