Auglýsing um skipulagsmál
Fréttir
22.08.2013
Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:
- Breyting á Aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022 á Holtamannaafrétti ásamt matslýsingu. Sprengisandsvegur, háspennulínur, virkjanir o.fl.
- Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 á spildu úr landi Kjarnolts, Bláskógabyggð. Landbúnaðarsvæði í stað frístundabyggðar.
- Deiliskipulag fyrir minkahús á spildu úr landi Ása í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
- Tillaga að deiliskipulagi fyrir lögbýlið Yrpuholt í Flóahreppi. Íbúðarhús, gestahús, hesthús og skemma.
- Deiliskipulag alifuglabús í landi Miklaholtshelli, Flóahreppi. Landbúnaðarsvæði
- Deiliskipulag nýs lögbýlis (Reyrhagi) úr landi Gafls í Flóahreppi.
- Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Skálabrekku við Þingvallavatn í Bláskógabyggð.
- Deiliskipulag fyrir 12,5 ha spildu úr landi Hnaus í Flóahreppi. Íbúðarhús og skemma.
- Deiliskipulag frístundabyggðarinnar Grófarhöfði úr landi Stærri-Bæjar í Grímsnes- og Grafningshreppi.
- Deiliskipulag fyrir 7 frístundahúsalóðir í landi Heiðarbæjar í Flóahreppi.
- Deiliskipulag 4,2 ha spildu úr landi Skógaráss lnr 204645 í Ásahreppi. Íbúðarhús, skemma/hesthús og gestahús.
- Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar, svæði 1 og 2, úr landi Búrfells 1 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Afmörkun og lega lóða.
- Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar við Selhól úr landi Hæðarenda, Grímsnes- og Grafningshreppi. Breyting á skilmálum til samræmis við ákvæði aðalskipulags.
- Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Ásgarðs í Grímsnes- og Grafningshreppi.Þakhalli.