Auglýsing um skipulagsmál

Fréttir 16.05.2013
Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar.
  1. Breyting á Aðalskipulagi Bláskógabyggðar fyrir Þingvallasveit 2004-2016. Frístundabyggð í stað landbúnaðarsvæðis.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi 7. júní 2012 tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins í landi Heiðarbæjar við Þingvallavatn. Í breytingunni felst að merkt eru inn svæði fyrir frístundabyggð í stað landbúnaðarsvæðis þar sem þegar eru til staðar frístundahúsalóðir og til samræmis við tillögu að deiliskipulagi svæðisins. Breytingin var talin óveruleg þar sem ekki er verið að fjölga frístundahúsalóðum heldur eingöngu lagfæra skipulagsuppdrátt til samræmis við raunverulega landnotkun.
  1. Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 á spildu úr landi Kjarnholta 1, Bláskógabyggð. Landbúnaðarsvæði í stað frístundabyggðar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi 11. apríl 2013 tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins á spildu úr landi Kjarnholta 1. Í breytingunni felst að um 14 ha svæði breytist úr svæði fyrir frístundabyggð í landbúnaðarsvæði þar sem fyrirhugað er að stofna nýtt lögbýli. Innan svæðisins er í gildi deiliskipulag sem auglýst er breyting á samhliða þessari auglýsingu. Breytingin var talin óveruleg þar sem verið er að breyta landnotkun til samræmis við aðliggjandi svæði auk þess sem núverandi frístundahúsalóðir eru stórar og ætlaðar til búskaparnota (hestamennsku). Samkvæmt 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar vegna deiliskipulags eftirfarandi verkefna.
  1. Deiliskipulag friðlands við Gullfoss og næsta nágrennis og matslýsing, í Bláskógabyggð.
Lögð fram til kynningar lýsing deiliskipulags fyrir friðland við Gullfoss og nánasta umhverfi. Í lýsingunni er jafnframt matslýsing í samræmi við ákvæði laga um umhverfismat á ætlana. Markmið deiliskipulagsins er að tryggja verndun friðlýsta svæðisins og huga að uppbyggingu mannvirkja sem falla vel að ásýnd umhverfisins og auðvelda gestum aðgengi um svæðið.
  1. Deiliskipulag alifuglabús í landi Miklaholtshelli, Flóahreppi. Landbúnaðarsvæði
Lögð fram til kynningar lýsing deiliskipulags í landi Miklholtshelli lnr. 166267. Á jörðinni er í dag rekið alifuglabú og er markmið deiliskipulagsins að undirbyggja þá starfsemi með því að gera ráð fyrir byggingu nýs alifuglahúss fyrir um 15 þúsund varphænur á svæði suðaustan af bæjarhlaði, handan Ölvisholtsvegar. Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum: 
  1. Tillaga að deiliskipulagi nýrra lögbýla á spildum úr landi Einiholts í Bláskógabyggð. Landbúnaðarsvæði.
Lögð fram  til kynningar tillaga að deiliskipulagi nokkurra lögbýla á landsspildum úr landi Einiholts. Skipulagssvæðið er um 150 ha að stærð úr norðurhluta Einiholts og er fyrirhugað að skipta landinu í 6 minni lögbýli þar sem sum verða nýtt til landbúnaðar en önnur að mestu í ferðaþjónustu.
  1. Tillagan að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Skálabrekku við Þingvallavatn í Bláskógabyggð.
Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi 36 ha svæðis úr landi Skálabrekku sem liggur á milli Þingvallavatns  og gamla þjóðvegarins til Þingvalla, suðvestan skipulagðrar frístundabyggðar við Skálabrekkugötu. Á svæðinu er gert ráð fyrir 21 frístundahúsalóð á bilinu 0,65 til 1,2 ha að stærð.
  1. Tillaga að deiliskipulagi fyrir 12,5 ha spildu úr landi Hnaus í Flóahreppi. Íbúðarhús og skemma.
Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi fyrir 12, 5 ha spildu, Hnaus land 2 lnr. 213873, þar sem fyrirhugað er að byggja allt að 200 fm íbúðarhús, hæð og ris, ásamt bílgeymslu. Auk þess er fyrirhuguð bygging allt að 300 fm skemmu. Hámarksbyggingarmagn er um 500 fm.
  1. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Grófarhöfði úr landi Stærri-Bæjar í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi 90 ha svæðis úr landi Stærri-Bæjar, norðvestan Biskupstungnabrautar. Tillagan gerir ráð fyrir 58 á frístundahúsalóðum með aðkomu frá Biskupstungnavegi. Byggingarmagn lóðar miðast við nýtingarhlutfallið 0.03, (u.þ.b. 150 fm á lóð sem er 0,5 ha að stærð). Á hverri lóð er gert ráð fyrir frístundahúsi og aukahús sem að hámarki má vera 40 fm að stærð. Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum: 
  1. Deiliskipulag 16 ha lands úr jörðinni Litli-Háls í Grímsnes- og Grafningshreppi.Lögbýli/landbúnaður
Tillaga að deiliskipulagi fyrir um 16 ha land í landi Litla-Háls lnr. 170823 þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu ýmissar starfsemi tengda landbúnaði. Á norðurhluta svæðisins er þegar risið fjárhús og íbúðarhús. Í skipulaginu er gert ráð fyrir að þar geti einnig risið gróðurskáli við íbúðarhúsið, vélageymsla og hænsnakofi. Þá er einnig gert ráð fyrir byggingarreit fyrir þrjú gistihús og reit fyrir reiðskemmu.
  1. Deiliskipulag 7 íbúðarhúsalóða úr landi Króks í Ásahreppi. Svæði sem kallast Miðmundarholt.
Tillaga að deiliskipulagi 7 íbúðarhúsalóða úr landi Króks lnr. 165302, svæði sem kallast Miðundarholt. Skipulagssvæðið er um 7 ha að stærð liggur vestan Króksvegar nr. 2930. Á svæðinu er í gildi deiliskipulag frá 1994 með fimm frístundahúsalóðum og einni einbýlishúsalóð og fellur það úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags
  1. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar úr landi Kjarnholta 1 í Bláskógabyggð. Lögbýli í stað frístundahúsalóða.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem í dag nær yfir fimm frístundahúsalóðir á bilinu 0,7 til 12,3 ha að stærð, auk 10 ha svæðis sem einöngu ætlað er til beitar, skógræktar, jarðyrkju eða annarar frístundaiðju. Í breytingunn felst að fyrirhugað er að breyta hluta svæðisins í landbúnaðarsvæði þar sem stofnað verður nýtt lögbýli. Landbúnaðarsvæðið mun ná til alls svæðisins utan lóða I og II, eða samtals til um 12 ha svæðis. Í dag er eingöngu heimilt að reisa frístundahús og geymslu, en breytt deiliskipulag gerir ráð fyrir að í stað frístundahússs verði heimilt að reisa íbúðarhús og gistihús, auk skemmu og/eða útihúss. Tillagan er í samræmi við óverulega breytingu á aðalskipulagi svæðisins sem kynnt er samhliða.
  1. Deilskipulag þriggja frístundahúsalóða úr landi Grafar í Bláskógabyggð. Endurauglýsing
Skipulagssvæðið er um 1,8 ha að stærð og liggur upp að aðkomuvegi að bænum Lækjarhvammi. Hluti svæðisins var áður nýtt sem efnistökusvæði en samkvæmt tillögunni er nú gert ráð fyrir þremur frístundahúsalóðum þar sem heimilt verður að reisa eitt frístundahús og eitt aukahús. Hámarksbyggingarmagn miðast við nýtingarhlutfallið 0.03, þ.e. 150 fm á 0,5 ha lóð. Hámarksstærð aukahúss er 30 fm. Tillagan var áður auglýst 13. október 2011.
  1. Deiliskipulag fyrir lögbýlið Mörk úr landi Kílhrauns í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Auglýst að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir lögbýlið Mörk úr landi Kílhrauns í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Skipulagssvæðið er um 20 ha að stærð en land lögbýlisins er í heild um 80 ha. Í tillögunni er gert ráð fyrir íbúðarhúsi og útihúsum með aðkomu frá Skeiða- og Hrunamannavegi auk þriggja frístundahúsalóða með aðkomu frá Árhraunsvegi.
  1. Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Heiðarbæjar við Þingvallavatn í Bláskógabyggð. Endurauglýsing.
Auglýst að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Heiðarbæjar við Þingvallavatn. Innan skipulagssvæðisins eru þegar 88 byggðar frístundahúsalóðir og með deiliskipulagi er verið að afmarka lóðirnar með nákvæmari hætti en áður auk þess að setja ákveðna byggingarskilmála. Samkvæmt tillögunni verður heimilt að reisa allt að 250 fm frístundahús á hverri lóð auk allt að 30 fm aukahúss. Nýtingarhlutfall lóða má þó ekki fara upp fyrir 0.03. Tillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið var áður auglýst til kynningar í október 2011 og bárust þá töluvert margar athugasemdir. Í þeirri tillögu sem nú liggur fyrir er búið að koma til móts við hluta athugasemda og tillagan því aðeins breytt frá áður auglýstri tillögu. Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags og á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á  http://www.granni.is/uppsveitirogfloahr/auglysingar.htm. Skipulagstillögur nr. 9 ? 14 eru í kynningu frá 16. maí til 28. júní 2013 en tillögur nr.  3 - 8 frá 16. til 31. maí. Athugasemdir og ábendingar við tillögur 9 - 14 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 28. júní 2013 en 31. maí fyrir tillögur nr. 3 - 8.  Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar. Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi