AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Fréttir
19.05.2016
Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi
Aðalskipulagsmál
Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:
- Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Bláskógabyggð, vegna Brúarvirkjunar í Tungufljóti.
- Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar vegna 9,9 MW vatnsaflsvirkjunar í Tungufljóti í landi Brúar. Í breytingunni felst að bætt er við nýju iðnaðarsvæði, gert er ráð fyrir þremur nýjum efnistöku- og efnislosunarsvæðum, frístundasvæði F8 minnkar, afmarkað er um 8,6 ha virkjunarlón og að lokum er staðsetning vatnsbóla leiðrétt og afmörkun vatnsverndarsvæðis breytt. Drög að deiliskipulagi virkjunarinnar er hluti af kynningargögnum.
- Breyting á aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018, í fyrrum Villingaholtshreppi, á spildu úr landi Egilsstaða. Nýtt lögbýli í stað frístundabyggðar.
- Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Bláskógabyggð, innan þéttbýlisins Laugarás. Stækkun verslunar- og þjónustusvæðis á lóð Iðufells.
- Deiliskipulag fyrir alifugla hús í landi Miklaholtshellis.
- Deiliskipulag fyrir 9,8 ha nýbýli (lnr. 196512) úr landi Egilsstaða 1 í Flóahreppi.
- Endurskoðun deiliskipulags sem nær til lóðarinnar Iðufells í Laugarási, Bláskógabyggð, og næsta nágrennis. Hótel og íbúðarsvæði.
- Deiliskipulag þjónustumiðstöðvar á lóð úr landi Bitru í Flóahreppi.
- Breyting á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis á spildu (Skjól) úr Kjóastöðum í Bláskógabyggð.
- Breyting á deiliskipulagi Hraunvalla í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Uppbygging á gisti- og þjónustustarfsemi.