AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Fréttir
14.04.2016
Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi
Aðalskipulagsmál
Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:
- Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Bláskógabyggð, innan þéttbýlisins Laugarás. Stækkun verslunar- og þjónustusvæðis á lóð Iðufells.
- Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Brekku, Bláskógabyggð. Landbúnaðarsvæði breytist í svæði fyrir frístundabyggð.
- Breyting á deiliskipulagi Norðurkots í Grímsnes- og Grafningshreppi sem nær til lóðarinnar Neðan-Sogsvegar 45.
- Í tillögunni felst að lóðin Neðan-Sogsvegar 45 skiptist í tvær lóðir sitt hvoru megin vegar sem fer í gegnum lóðina að lóðum 41 og 42. Eftir breytingu verður lóð 45 5.719 fm og lóð 45 a 5.887 fm. Afmarkaðir eru byggingarreitir á lóðunum en ekki eru gerðar breytingar á skilmálum svæðisins.
- Deiliskipulag fyrir baðaðstöðu/náttúrulaug á jörðinni Hæðarendi í Grímsnes- og Grafningshreppi.
- Í tillögunni felst að útbúa baðaðstöðu/náttúrulaug á svæði umhverfis núverandi fjárhús og hlöðu á jörðinni Hæðarendi, sunnan frístundabyggðar við Selhól.Gert er ráð fyrir að breyta núverandi húsum í þjónustubyggingu í tengslum við starfsemina auk þess sem heimilt verð að byggja allt að 900 fm til viðbótar. Aðgengi að svæðinu verður um núverandi veg frá Búrfellsvegi.