AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Fréttir
07.01.2016
Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi
Aðalskipulagsmál
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:
- Breyting á aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018, í fyrrum Villingaholtshreppi, á spildu úr landi Egilsstaða.
- Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 á lögbýlinu Hraunvellir. Nýtt svæði fyrir verslun- og þjónustu.
- Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Brekku, Bláskógabyggð. Landbúnaðarsvæði breytist í svæði fyrir frístundabyggð.
- Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Bláskógabyggð, á spildu úr landi Einiholts. Verslun- og þjónusta í stað landbúnaðarsvæðis/efnistökusvæðis.
- Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi 10. desember 2015 tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér að gert er ráð fyrir svæði fyrir verslun- og þjónustu á spildu úr landi Einiholts á svæði milli Einiholtslækjar og þjóðvegar, sunnan við bæjartorfu Einiholts. Tillagan var auglýst frá 22. október til 4. desember 2015. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.
- Breyting á aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004-2016 í Bláskógabyggð, Brennimelslína 1. Færsla á háspennulínu.
- Deiliskipulag fyrir Stöng og Gjána í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
- Lögð fram til kynningar lýsing skipulagsverkefnis vegna deiliskipulags sem nær til Minjastaðarins Stangar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og til svæði við Gjána sem er aðeins austar. Markmið með gerð deiliskipulagsins er að útbúa ramma yfir framkvæmdir sem nauðsynlegt er að fara í til að bæta aðstöðu vegna aukins álags ferðamanna.
- Deiliskipulag sem nær til lögbýlisins Ásborg í Ásahreppi auk tveggja spildna úr landi Áss 1.
- Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Koðrabúðir úr landi Heiðar í Bláskógabyggð. Skilmálabreyting.
- Auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Koðrabúðir sem felst í að skilmálar breytast á þann veg að byggingarmagn miðast við nýtingarhlutfallið 0.03 í stað þess að miða hámarksstærð húsa við 80 fm.
- Deiliskipulag fyrir lóðina Sökk 5 úr landi Efri-Brúar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Þrjár frístundahúsalóðir.
- Auglýst tillaga að deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir þremur frístundahúsalóðum á landi sem heitir Sökk 5 úr landi Efri-Brúar og liggur við austanvert Úlfljótsvatn. Tvær lóðirnar eru rúmlega 1 ha að stærð en sú þriðja er um 2,3 ha. Á hverri lóð er heimilt að byggja frístundahús ásamt aukahúsi. Byggingarmagn miðast við nýtingarhlutfallið 0.03 en hámarksstærð aukahúss er 40 fm.
- Deiliskipulag fyrir 1 ha svæði úr landi Langholts 2 (lnr. 166249) í Flóahreppi. Frístundahús til nota í ferðaþjónustu.
- Auglýst tillaga að deiliskipulagi sem nær til um 1 ha spildu á bæjartorfu Langholts 2. Afmarkaður er byggingarreitur (B1) þar sem heimilt verður að byggja 2 ný allt að 85 fm frístundahús auk þess sem heimilt verður að stækka núverandi hús (34 fm í dag) í sömu stærð.
- Deiliskipulag fyrir lóðina Fljótsholt í Reykholti, Bláskógabyggð. Íbúðarhúsalóðir.
- Auglýst tillaga að deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Fljótsholt í Reykholti sem er um 1 ha að stærð og er í aðalskipulagi skilgreind sem íbúðarsvæði. Með auglýsingu sem birtist þann 25. júní sl. var auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem náði til lóðarinnar þar sem gert var ráð fyrir að á henni yrðu byggð 16 íbúðarhús á bilinu 50-90 fm. Athugasemdir bárust og tók breytingin ekki formlega gildi. Þá breyttust forsendur þar sem deiliskipulag fyrir þéttbýlið Reykholt var fellt úr gildi með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nú hefur sveitarstjórn samþykkt að auglýsa deiliskipulag fyrir lóðina Fljótsholt sem felst í að gert er ráð fyrir 6 parhúsum á bilinu 100-140 fm að stærð auk 4 einbýlishúsa á bilinu 100-120 fm. Öll hús verða á einni hæð.
- Deiliskipulag fyrir tvær frístundahúsalóðir úr landi Heiðarbæjar í Bláskógabyggð. Lóðir með lnr. 170186 og 222397.
- Auglýst tillaga að deiliskipulagi sem nær til tveggja um 1,5 ha frístundahúsalóða í landi Heiðarbæjar á svæði milli Torfadalslækjar og Móakotsár. Aðkoma að lóðunum er frá Þingvallavegi (nr. 36). Á hvorri lóð verður heimlt að reisa allt að 250 fm frístundahús og allt að 30 fm aukahús.
- Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Klausturhóla í Grímsnes- og Grafningshreppi. Rimahverfi.
- Deiliskipulag verslunar- og þjónustulóðar á spildu úr landi Einiholts 1 í Bláskógabyggð.
- Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi 10. desember 2015 tillögu að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis á spildu úr landi Einiholts 1 sem liggur milli Einiholtslækjar og Einiholtsvegarg. Tillagan var auglýst frá 22. október til 4. desember 2015. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.