AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Fréttir
22.10.2015
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi
Aðalskipulagsmál
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynntar lýsingar fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:
- Breyting á aðalskipulagi Gaulverjabæjarhrepps 2003-2015, Flóahreppi, á Galtastaða (lnr. 198977). Móttökustöð ISAVIA og frístundabyggð.
- Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016. Iðnaðarsvæði sunnan við Árnes.
- Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Brekku, Bláskógabyggð. Landbúnaðarsvæði breytist í svæði fyrir frístundabyggð.
- Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Bláskógabyggð, á spildu úr landi Einiholts. Verslun- og þjónusta í stað landbúnaðarsvæðis/efnistökusvæðis.
- Deiliskipulag sem nær til lögbýlisins Ásborg í Ásahreppi auk tveggja spildna úr landi Áss 1.
- Deiliskipulag frístundahúsalóðar á spildu úr landi Hagavíkur við Þingvallavatn, Grímsnes- og Grafningshreppi.
- Deiliskipulag verslunar- og þjónustulóðar á spildu úr landi Einiholts 1, Bláskógabyggð.
- Deiliskipulag fyrir Geysissvæðið í Haukadal, Bláskógabyggð. Hverasvæði og nánast umhverfi.
- Tillaga að deiliskipulagi fyrir Geysissvæðisins sem byggir á vinningstillögu í ?Hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Geyssisvæðisins í Haukadal? sem haldin var 2013-2014. Megin svæði deiliskipulagsins verður hverasvæðið í kringum Geysi og Strokk en áhrifasvæði tillögunnar nær þó aðeins út yfir aðliggjandi svæði.
- Breyting á deiliskipulagi Reykholts í Bláskógabyggð. Breyting á tengingu Lyngbrautar við þjóðveg
- Í breytingunni felst að hluti Lyngbrautar verði botnlangi út frá Biskupstungnabraut sem mun ná inn fyrir núverandi aðkomu að lóðinni Lyngbraut 5. Aðkoma að lóðunum Lyngbraut 1, 2, 3 og 5 verða frá þessum botnlanga, en ekki verður lengur hægt að aka um Lyngbraut að öðrum lóðum innan þéttbýlisins. Þá er einnig gert ráð fyrir að aðkoma að lóðinni Lyngbraut 5 frá Bjarkarbraut verði felld niður. Breytingin er gerð til samræmis við breytingu á aðalskipulagi sama svæðis sem nýlega tók gildi.
- Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Mýrarkots í Grímsnes- og Grafningshreppi. Lækjarmýri, Álftamýri, Starmýri, Langamýri, Kringlumýri, Tjarnarmýri og Langholt.
- Tillaga sem felur í sér að stærð aukahúsa á frístundahúsalóðum Lækjarmýri, Álftamýri, Starmýri, Langamýri, Kringlumýri, Tjarnarmýri og Langholt í landi Mýrarkots megi vera allt að 40 fm í stað 25 fm eins og núverandi skilmálar deiliskipulagsins kveða á um.
- Deiliskipulag fyrir Búrfellsvirkjun í Skeiða- og Gnúpverjahreppi ásamt umhverfisskýrslu.
- Deiliskipulag fyrir 22,7 ha spildu sem kallast Hrútur 2 úr landi Hrútshaga í Ásahreppi.