Auglýsing um skipulagsmál
Fréttir
19.03.2010
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Í UPPSVEITUM ÁRNESSÝSLU OG FLÓAHREPPI
Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi
Samkvæmt 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:
- Tillaga að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016, námur í landi Minna-Hofs og Miðhúsa.
- Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012, hesthúsahverfi á Laugarvatni. Í breytingunni felst tilfærsla og stækkun á fyrirhuguðu hesthúsahverfi norðaustan Laugarvatns sem verður til þess að skilgrein opið svæði til sérstakra nota kemur í stað um 4 ha íbúðarsvæðis og um 1,5 ha verslunar- og þjónustusvæðis. Ástæða breytingarinnar eru breyttar forsendur varðandi uppbyggingu hesthúsasvæðisins. Tillaga að endurskoðun deiliskipulags sama svæðis er auglýst samhliða
- Hveramýri úr landi Garðs í Hrunamannahreppi. Deiliskipulag frístundabyggðar.
- Tjald- og Þjónustumiðstöð á Laugarvatni í Bláskógabyggð. Deiliskipulag
- Brattholt í Bláskógabyggð. Deiliskipulags bæjartorfu, íbúðar- og útihús.
- Eystri-Hellur í Flóahreppi. Skjólgarðar, deiliskipulag íbúðar, landbúnaðar og athafnasvæðis.
- Snæfoksstaðir í Grímsnes- og Grafningshreppi. Breyting á skilmálum Rauðhólahverfis.
- Endurskoðun deiliskipulags íbúða- og hesthúsabyggðar við Einbúa á Laguarvatni í Bláskógabyggð.
- Snorrastaðir II í Bláskógabyggð. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.