Auglýsing um skipulagsmál
Fréttir
12.05.2015
Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi
Aðalskipulagsmál
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsverkefni:
- Aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2027. Endurskoðun.
- Breyting á Aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018, í fyrrum Villingaholtshreppi, á spildu úr Skálmholti. Landbúnaðarsvæði í stað frístundabyggðar
- Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Bláskógabyggð. Lega Reykjavegar og efnistökusvæði í landi Syðri-Reykja og Efri-Reykja.
- Deiliskipulag fyrir 18. holu golfvöll (Svarfhólsvöllur) í landi Laugardæla, Flóahreppi.
- Deilskipulag fyrir Geysissvæðið í Haukadal, Bláskógabyggð. Hverasvæði og nánasta umhverfi..
- Deiliskipulag 5 frístundahúsalóða á 3,6 ha svæði úr spildunni Krækishólar (lnr. 166421) í Flóahreppi.
- Breyting á deiliskipulagi Torfdals og Vesturbrúnar á Flúðum í Hrunamannahreppi. Stækkun á lóðinni Torfdalur 2( Límtré Vírnet) og aukið byggingarmagn.
- Deiliskipulag fyrir 6 ha svæði úr landi Lindarbæjar 1C í Ásahreppi. Íbúðarhúsalóð og lóð fyrir hesthús/reiðskemmu. Endurauglýsing.
- Breyting á deiliskipulagi við Hakið á Þingvöllum, Bláskógabyggð, ásamt umhverfisskýslu. Breyting á byggingarreit fræðslumiðstöðvar.
- Endurskoðun deiliskipulags fyrir Sólheima í Grímsnes- og Grafningshreppi.
- Deiliskipulag fjögurra frístundahúsalóða á 2,4 ha spildu úr landi Vatnsleysu í Bláskógabyggð.
- Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Klausturhóla í Grímsnes- og Grafningshreppi. Rimahverfi.
- Deiliskipulag fyrir Egilsstaði 1 Flóahreppi. Ferðaþjónusta, frístundabyggð, íbúðarhús, hesthús o.fl.