Auglýsing um skipulagsmál
Fréttir
09.04.2015
Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi
Aðalskipulagsmál
Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:
- Breyting á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á spildu úr landi Klausturhóla við Biskupstungnabraut. Svæði fyrir verslun- og þjónustu í stað frístundabyggðar.
- Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 á spildu úr landi Einiholts, Bláskógabyggð. Verslun- og þjónusta í stað landbúnaðarsvæðis/efnistökusvæði.
- Breyting á aðalskipulagi Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2003-2015 vegna stækkunar á iðnaðarsvæði norðan Flúða, svæði merkt P1.
- Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Bláskógabyggð, innan þéttbýlisins Reykholt. Nýr vegur að íbúðarsvæði austan grunnskóla (land Eflingar).
- Endurskoðun deiliskipulags 20 ha svæðis við Seyðishóla úr landi Klausturhóla sem kallast Kerbyggð. Verslun- og þjónusta í stað frístundabyggðar.
- Deiliskipulag fyrir Loftsstaði-Eystri (lnr. 165472) í Flóahreppi. Íbúðarhúsa- og frístundahúsalóðir.
- Deiliskipulag fyrir iðnaðarsvæði/gámasvæði norðan við Flúðir, Hrunamannahreppi.
- Breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðis á landi Eflingar innan þéttbýlisins Reykholt í Bláskógabyggð.
- Deilskipulag fyrir Ragnheiðarstaði 2 lnr. 222006 í Flóahreppi. Nýtt lögbýli.