Auglýsing um skipulagsmál
Fréttir
08.01.2015
Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi
Aðalskipulagsmál
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:
- Breyting á Aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018, í fyrrum Villingaholtshreppi, á spildu úr Skálmholti. Landbúnaðarsvæði í stað frístundabyggðar.
- Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Bláskógabyggð, innan þéttbýlisins Reykholt. Nýr vegur að íbúðarsvæði austan grunnskóla (land Eflingar).
- Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Bláskógabyggð vegna Reykjavegar. Breyting á legu og efnistökusvæði.
- Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Bláskógabyggð. Norðurtún, efnistökusvæði í landi Syðri-Reykja við Brúará.
- Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í sameignarlandi Úthlíðar, Stekkholts og Hrauntúns í Bláskógabyggð. Nýtt efnistökusvæði við Höfðaflatir.
- Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Syðri-Reykja ásamt umhverfisskýrslu. Nýtt efnistökusvæði, Hrosshóll.
- Deilskipulag fyrir Ragnheiðarstaði 2 lnr. 222006 í Flóahreppi. Nýtt lögbýli
- Deiliskipulag 10,7 ha spildu úr landi Stóra-Hofs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þrjár frístundahúsalóðir.
- Deiliskipulag frístundabyggðar við Lindarbrekku-, Unnar- og Guðrúnargötu í landi Skálabrekku við Þingvallavatn í Bláskógabyggð.
- Deiliskipulag frístundabyggðar á svæði úr landi Hagavíkur við Þingvallavatn í Grímsnes- og Grafningshreppi.
- Breyting á skilmálum frístundabyggðar í landi Úthlíðar í Bláskógabyggð. Þakhalli, og mænisstefna.
- Breyting á skilmálum frístundabyggðarinnar Vað úr landi Brúar í Bláskógabyggð. Stærð aukahúsa.