Auglýsing um skipulagsmál
Fréttir
13.11.2014
Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi
Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni:
- Deilskipulag fyrir Loftsstaði-Eystri (lnr. 165472) í Flóahreppi. Íbúðarhúsa- og frístundahúsalóðir.
- Deiliskipulag fyrir íbúðarhúsalóð á jörðinni Haukadalur 3 í Bláskógabyggð.
- Deiliskipulag nýbýlisins Hrafnshagi úr landi Arabæjar í Flóahreppi. Íbúðarhús og landbúnaðarbyggingar.
- Breyting á deiliskipulagi Ásmundarstaða í Ásahreppi. Ný eldishús fyrir alifugla og rif á eldri húsum.
- Breyting á deiliskipulagi fyrir hálendismiðstöð í Kerlingafjöllum í Hrunamannahreppi ásamt umhverfisskýrslu.