Auglýsing um skipulagsmál
Fréttir
20.08.2014
Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi
Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að lýsingu eftirfarandi deiliskipulagsverkefnis:
- Deiliskipulag fyrir Galtastaði í Flóahreppi. Varamóttökustöð og orlofshús Isavia.
- Deiliskipulag nýbýlisins Hrafnshagi úr landi Arabæjar í Flóahreppi.
- Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Syðri-Reykja. Nýtt efnistökusvæði, Hrosshóll.
- Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á spildu úr landi Klausturhóla við Biskupstungnabraut. Svæði fyrir verslun- og þjónustu í stað frístundabyggðar.
- Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 innan þéttbýlisins Reykholt. Breyting á tengingu Lyngbrautar við þjóðveg.
- Breyting á deiliskipulagi við hótel Geysi og Geysisstofu í Bláskógabyggð. Stækkun hótelbyggingar.
- Breyting á deiliskipulagi Kiðjabergs í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fjölgun frístundahúsalóða og ýmsar lagfæringar.
- Endurskoðun deiliskipulags 20 ha svæðis við Seyðishóla úr landi Klausturhóla sem kallast Kerbyggð. Verslun- og þjónusta í stað frístundabyggðar.
- Breyting á deiliskipulagi í landi Réttarholts og Árness í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Athafna og gámasvæði sunnan Árness.