Auglýsing um skipulagsmál

Fréttir 02.05.2007
AUGLÝSING UM  SKIPULAGSMÁL Í UPPSVEITUM ÁRNESSÝSLU Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunnamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi     Samkvæmt 1.mgr 21.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:   1                     Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi. Blönduð byggð. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 innan þéttbýlisins á Borg. Í breytingunni felst eftirfarandi:
  • Á um 18 ha svæði á norðvesturhluta Borgarsvæðisins breytist svæði sem nú er að hluta íbúðarsvæði og að hluta opið svæði til sérstakra nota í blandaða landnotkun athafnasvæðis, opið svæði til sérstakra nota og íbúðarsvæði. Á svæðinu er gert ráð fyrir stórum lóðum fyrir léttan iðnað og verður jafnframt heimilt að vera með íbúðarhús og hesthús.
  • Um 1 ha svæði sem liggur upp að Biskupstungnabraut verður að svæði fyrir þjónustustarfsemi í stað blandaðrar landnotkunar verslunar- og þjónustu og svæði fyrir þjónustustarfsemi.
  2                     Borg í Grímsnes- og Grafningshreppis. Hreinsistöð. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 innan þéttbýlisins á Borg. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir 1.600 fm iðnaðarsvæði fyrir hreinsistöð vestan við félagsheimilið. Að auki er gert ráð fyrir 560 m frárennslislögn til vesturs frá hreinsistöðinni.   3                     Syðri-Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi. Frístundabyggð. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 í landi Syðri-Brúar í Grímsnesi. Í breytingunni felst að svæði fyrir frístundabyggð stækkar um 45 ha austan þjóðvegar nr. 36 (Sogsvegar) á kostnað landbúnaðarsvæðis og opins svæðis til sérstakra nota. Einnig er gert ráð fyrir að efnistökusvæði falli út auk þess sem landbúnaðarsvæði næst þjóðvegi verður að opnu svæði til sérstakra nota.   4                     Blesastaðir III í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 í landi Blesastaða III á Skeiðum. Í breytingunnu felst að við bætist reitur fyrir íbúðarsvæði en gert er ráð fyrir 6 íbúðarhúsalóðum á svæðinu, auk þess sem afmörkun svæða fyrir frístundabyggð, þjónustustofnanir, og verslunar- og þjónustusvæðis breytist í samræmi við fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi svæðisins.   5                     Réttarholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 í landi Réttarholts í landi sveitarfélagsins sunnan þjóðvegar. Í breytingunni felst eftirfarandi:
  • Þéttbýlið Árnes (þéttbýlisuppdráttur) stækkar til austurs sunnan þjóðvegar.
  • Núverandi athafnasvæði (merkt A2) stækkar til austurs.
  • Nýtt svæði fyrir frístundabyggð (merkt F43) rétt vestan við Árnes á svæði sem áður var blönduð landnotkun íbúðarsvæðis og landbúnaðarsvæðis.
  • Nýtt opið svæði til sérstakra nota (merkt O22) þar sem gert er ráð fyrir golfvelli.
  • Svæði vestan og suðvestan við Árnes skilgreint sem blönduð landnotkun íbúðarsvæðis og opins svæðis til sérstakra nota.
Tillaga að deiliskipulagi samsvarandi svæðis er auglýst samhliða.   6                     Vestra-Geldingaholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Krókur í Grafningi, Grímsnes- og Grafningshreppi. Nýtt lögbýli. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 á landspildu úr Vestra-Geldingaholti. Í breytingunni felst að um 31 ha svæði fyrir frístundabyggð, merkt F38, breytist í landbúnaðarsvæði. Svæðið er austan Háholtsvegar og liggur upp að  lækjarfarvegi milli Vestra-Geldingaholts og Háholts. Gert er ráð fyrir nýju lögbýli á svæðinu.   Samkvæmt 1.mgr. 25.gr.  skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur:   7                     Klausturhólar í Grímsnesi. Frístundabyggð. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á um 20 ha landsspildu úr landi Klausturhóla. Skipulagssvæðið er norðan Biskupstungnabrautar og nær upp að frístundabyggðasvæði í Kerhrauni. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 28 lóðum á bilinu 0,5 ? 0,7 ha þar sem heimilt verður að reisa allt að 150 m² frístundahús og allt að 25 m² aukahús, en nýtingarhlutfall lóða má þó að hámarki vera 0.03.   8                     Öndverðarnes í Grímsnes- og Grafningshreppi. Frístundabygð við Selvík Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Öndverðarness, við Selvík. Gert ráð fyrir 11 byggingarreitum fyrir frístundahús á landi Landsbankans við Selvík, vestan og suðvestan við núverandi sumarhús. Heimilt verður að reisa allt að 200 m² frístundahús með 6 metra mænishæð og 4,5 m vegghæð að hámarki. Heimilt er að vera með kjallara og svefnloft þar sem aðstæður leyfa.   9                     Flúðir í Hrunamannahreppi. Grund. Tillaga að deiliskipulagi fimm lóða við við Grund á Flúðum. Svæðið afmarkast af Skeiðavegi til vesturs, Hrunamannavegi til suðurs, Akurgerði 2 og 3 til austurs og opnu svæði til norðurs. Þrjár lóðirnar eru fyrir verslun- og þjónustu og eru þegar byggðar. Tvær lóðir eru íbúðarlóðir og er ein þeirra þegar byggð og er hún við Akurgerði 1. Hin íbúðarhúsalóðin er óbyggð og er þar gert ráð fyrir einnar hæðar einbýlishúsi með innbyggðri bílgeymslu.     10                 Heiðarvatn í Hrunamannahreppi. Veiðihús. Tillaga að deiliskipulagi 3 ha lóðar fyrir veiðihús við Heiðarvatn í Hrunamannahreppi. Í tillögunni felst að heimilt verður að reisa eitt nýtt veiðihús og eitt gestahús, en fyrir er eldra veiðihús. Hámarksstærð veiðihúss er  70 fm og má mænishæð vera allt að 5,5 m en gestahús má vera allt að 15 fm með 4 m mænishæð.   11                 Blesastaðir III í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Frístundabyggð, íbúðarsvæði og þjónusta. Tillaga að deiliskipulagi fyrir Blesastaði III á Skeiðum. Skipulagssvæðið er rúmir 16 ha og nær frá lóð dvalarheimilis við Blesastaði III til norðaustur sað landamerkjagirðingu við Votamýri. Í tillögunni er gert ráð fyrir 10 nýjum um 1 ha frístundalóðum auk einnar sem fyrir er, 6 nýjum íbúðarhúsalóðum, lóð fyrir gróðurhús og pökkunarhús, og lóð fyrir þjónustustarfsemi. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins er auglýst samhliða.   12                 Hamarsheiði II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Trantur, frístundabyggð. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á Tranti í landi Hamarsheiðar II. Skipulagssvæðið er í heild um 14 ha og er þar gert ráð fyrir 5 lóðum á bilinu 1,5 ? 2,6 ha. Innan hverrar lóðar eru 1-3 byggingarreitir þar sem heimilt er að reisa allt að 100 m² frístundahús og allt að 25 m² aukahús. Samtals er gert ráð fyrir 8 byggingarreitum fyrir frístundahús og aukahús. Aðkoma að svæðinu er um heimreið að Hamarsheiði I og II.   13                 Réttarholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Tillaga að deiliskipulagi sem nær yfir hluta jarðarinnar Réttarholt. Skipulagssvæðið er í heild 349 ha og fylgir eignarlandi sveitarfélagsins sunnan þjóðvegar nr. 32. Eldri deiliskipulagsáætlanir innan svæðisins falla úr gildi við gildistöku þessa skipulags. Í tillögunni felst eftirfarandi:
  • Um 45 ha svæði fyrir frístundabyggð og er gert ráð fyrir 37 lóðum á bilinu 0,7 ? 1,7 ha þar sem heimilt verður að reisa allt að 150 fm frístundahús og 30 fm aukahús.
  • Um 133 ha svæði fyrir smábýlabyggð. Lóðirnar eru 26 og eru á bilinu 2,2 -8 ha og verður heimilt að reisa allt að 400 fm íbúðarhús auk 1-2 aukahúsa.
  • Um 13 ha svæði fyrir 26 athafnalóðir og gámasvæði.
  • Hesthúsasvæði fyrir 16 um 2.000 fm lóðir umhverfis reiðvöll. Á hverri lóð má reisa 150-250 fm hesthús.
  • Um 44 ha svæði milli Búrfellslínu og jarðarinnar Stóra-Hof fyrir 18 holu golfvöll.
Breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins er auglýst samhliða.   14                 Breiðholt í Flóahreppi. Frístundabyggð. Tillaga að deiliskipulagi tveggja frístundahúsalóða á um 1 ha spildu úr landi Breiðholts í fyrrum Villingaholtshreppi. Heimilt verður að reisa allt að 100 fm frístundahús á hvorri lóð og er aðkoma að svæðinu frá þjóðvegi 305.   15                 Ölvisholt í Flóahreppi. Frístundabygg á Miklholti. Tillaga að deiliskipulagi fyrir hluta af 48,3 ha landsspildu, Miklholt, úr landi Ölvisholts í fyrrum Hraungerðishreppi. Á norður hluta svæðisins er í dag eitt frístundahús og með deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að þar rétt hjá megi reisa nýtt allt að 250 fm frístundahús og allt að 300 fm hesthús eða skemmu.   Samkvæmt 1.mgr. 26.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar:   16                 Brjánsstaðir í Grímsnes- og Grafningshreppi. Frístundabyggð við Heiðarbraut. Tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags við Heiðarbraut í landi Brjánsstaða. Í breytingunni felst að heimilt verður að reisa allt að 40 fm aukahús á hverri lóð í stað 10-15 fm. Nýtingarhlutfall lóðar má þó ekki vera hærra en 0.03.   17                 Hestur í Grímsnes- og Grafningshreppi. Frístundabyggð. Tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðar í landi Hests Í breytingunni felst að hámarksstærð frístundahúsa verður 150 fm í stað 80 fm og hámarksstærð aukahúsa verði 40 fm í stað 10-15 fm. Nýtingarhlutfall lóðar má þó ekki vera hærra en 0.03. Tillagan gerir auk þess ráð fyrir ákvæðum sem miða að því að fella hús betur að umhverfi sínu. Um mitt ár 2005 var auglýst breyting á skilmálum deiliskipulagsins og var búið að samþykkja þá breytingu í sveitarstjórn en hún hafði þó ekki tekið gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Breytingin sem hér er auglýst er eins og sú sem áður var auglýst nema að leyfileg stærð aukahúsa hefur breyst.   18                 Syðri-Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi. Frístundabyggð. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Syðri-Brúar, á svæði milli þjóðvegar nr. 36 (Sogsvegar) og fjallsins Búrfell.  Í breytingunni felst að skipulagssvæðið stækkar um 45 ha, úr 120 ha í um 165 ha og lóðum fjölgar um 114 en húsum um 98.  Samhliða breytist afmörkun útivistarsvæða, golfvallar og leiksvæða, auk þess sem annað af tveimur efnistökusvæðum fellur út. Skilmálar deiliskipulagsins breytast ekki.   19                 Syðra-Langholt í Hrunamannahreppi. Frístundabyggðin Holtabyggð. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Syðra-Langholti IV, Holtabyggð. Í tillögunni felst að lóð 110 (2,1 ha)  og 111 (3,6 ha) eru sameinaðar í eina 5,7 ha lóð þar sem heimilt verður að reisa 6 allt að 100 fm frístundahús ætluð til útleigu.   20                 Úthlíð í Biskupstungu. Breytingu á skilmálum frístundabyggðar. Tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðar í landi Úthlíðar. Á undanförnum misserum hafa verið samþykktar breytingar á deiliskipulagi svæðisins og nú svo komið að mismunandi skilmálar gilda um svæðin. Með þessari breytingu er verið að samræma skilmála varðandi stærðir húsa. Í tillögunni felst að hámarksstærð frístundahúsa verður 280 fm auk þess sem heimilt verður að reisa allt að 30 fm aukahús á hverri lóð. Nýtingarhlutfall lóðar má þó að hámarki vera 0.03.     Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags  og hjá embætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 26. apríl til 24. maí 2006. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á vefslóðinni http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/Athugasemdum við skipulagstillöguna skulu berast til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu í síðasta lagi 7. júní 2006 og skulu þær vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni.   Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu