Auglýsing um skipulagsmál
Fréttir
02.05.2007
AUGLÝSING
UM SKIPULAGSMÁL Í UPPSVEITUM ÁRNESSÝSLU
Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunnamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi
Samkvæmt 1.mgr 21.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:
1 Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi. Blönduð byggð.
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 innan þéttbýlisins á Borg. Í breytingunni felst eftirfarandi:
- Á um 18 ha svæði á norðvesturhluta Borgarsvæðisins breytist svæði sem nú er að hluta íbúðarsvæði og að hluta opið svæði til sérstakra nota í blandaða landnotkun athafnasvæðis, opið svæði til sérstakra nota og íbúðarsvæði. Á svæðinu er gert ráð fyrir stórum lóðum fyrir léttan iðnað og verður jafnframt heimilt að vera með íbúðarhús og hesthús.
- Um 1 ha svæði sem liggur upp að Biskupstungnabraut verður að svæði fyrir þjónustustarfsemi í stað blandaðrar landnotkunar verslunar- og þjónustu og svæði fyrir þjónustustarfsemi.
- Þéttbýlið Árnes (þéttbýlisuppdráttur) stækkar til austurs sunnan þjóðvegar.
- Núverandi athafnasvæði (merkt A2) stækkar til austurs.
- Nýtt svæði fyrir frístundabyggð (merkt F43) rétt vestan við Árnes á svæði sem áður var blönduð landnotkun íbúðarsvæðis og landbúnaðarsvæðis.
- Nýtt opið svæði til sérstakra nota (merkt O22) þar sem gert er ráð fyrir golfvelli.
- Svæði vestan og suðvestan við Árnes skilgreint sem blönduð landnotkun íbúðarsvæðis og opins svæðis til sérstakra nota.
- Um 45 ha svæði fyrir frístundabyggð og er gert ráð fyrir 37 lóðum á bilinu 0,7 ? 1,7 ha þar sem heimilt verður að reisa allt að 150 fm frístundahús og 30 fm aukahús.
- Um 133 ha svæði fyrir smábýlabyggð. Lóðirnar eru 26 og eru á bilinu 2,2 -8 ha og verður heimilt að reisa allt að 400 fm íbúðarhús auk 1-2 aukahúsa.
- Um 13 ha svæði fyrir 26 athafnalóðir og gámasvæði.
- Hesthúsasvæði fyrir 16 um 2.000 fm lóðir umhverfis reiðvöll. Á hverri lóð má reisa 150-250 fm hesthús.
- Um 44 ha svæði milli Búrfellslínu og jarðarinnar Stóra-Hof fyrir 18 holu golfvöll.