Auglýsing um lóðir til úthlutunar á Laugarvatni

Fréttir 13.04.2022
Bláskógabyggð auglýsir lausar til úthlutunar lóðir við Traustatún á Laugarvatni. Um er að ræða nýja götu, neðan við mennta- og héraðsskólann. Gatnagerð hefur verið boðin út og eru verklok áætluð í nóvember 2022 og verða lóðirnar ekki byggingarhæfar fyrr en þá. Um er að ræða lóðir fyrir einbýlishús, en einnig lóðir þar sem heimilt er að byggja einbýlishús eða lítið fjölbýli, allt að fjögurra íbúða. Hluti lóðanna er í nokkrum halla, sem gefur möguleika á að hafa kjallara. Á lóðum nr. 1, 3, 5 og 7 er heimilt að byggja einbýlishús, á lóðum nr. 12, 14 og 16 er heimilt að byggja einbýlishús með kjallara og á lóðum nr. 2, 4, 6, 8 og 10 er heimilt að byggja einbýlishús eða lítið fjölbýli, allt að fjórar íbúðir á hverri lóð, með eða án bílageymslu. Nánar má lesa um byggingarskilmála í deiliskipulagi, auk þess sem upplýsingar um gatnagerðargjöld eru aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins, undir lóðir til úthlutunar.