Auglýsing eftir umsóknum um styrki Menningaráðs Suðurlands
Fréttir
02.02.2011
Menningarráð Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrki
Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurlandi geta sótt um styrki en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag. Heimilt er að sækja um styrk til verkefna sem umsækjandi er þegar byrjaður að vinna í.
Menningarráð Suðurlands hefur ákveðið að árið 2011 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:
- Samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað.
- Verkefni sem efla nýsköpun tengd menningu.
- Verkefni sem stuðla beint að fjölgun atvinnutækifæra.
- Verkefni sem styðja við menningartengda ferðaþjónustu.
- Verkefni sem draga fram staðbundin eða svæðisbundin menningareinkenni eða menningararf.