Auglýsing eftir starfsmanni hjá Bláskógaveitu
Fréttir
11.01.2011
ATVINNA
Starfsmaður hjá Bláskógaveitu
Laust er til umsóknar starf hjá Bláskógaveitu, Bláskógabyggð. Um er að ræða hlutastarf (um 60%) og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Bláskógaveita er staðsett í sveitarfélaginu Bláskógabyggð, sem jafnframt er eigandi veitunnar. Bláskógabyggð er staðsett í uppsveitum Árnessýslu og nær yfir Biskupstungur, Laugardal og Þingvallasveit. Starfslýsing:- Vinna við almennan rekstur Bláskógaveitu undir verkstjórn veitustjóra og veitustjórn
- Vinna við viðhaldsverkefni og nýframkvæmdir veitumannvirkja
- Aðstoð við gerð verk- og kostnaðaráætlana vegna viðhaldsverkefna og nýframkvæmda
- Aðstoð við gerð útboðsgagna vegna viðhaldsverkefna og nýframkvæmda
- Gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana í samstarfi við veitustjóra og veitustjórn
- Sjá um uppsetningu og viðhald á viðhaldsbókhaldi veitunnar
- Dagleg samskipti við viðskiptavini og starfsmenn sveitarfélags
- Sjá um aflestur á mælum hitaveitu í samráði við veitustjóra
- Önnur verkefni sem starfsmanni er falið af veitustjórn eða veitustjóra.
- Iðnaðarmenntun og/eða tæknimenntun er æskileg
- Reynsla og/ eða innsýn í stjórnsýslu sveitarfélaga er æskileg
- Reynsla í stjórnun og mannaforráðum er æskileg
- Reynsla við tölvuvinnslu, s.s. við almennan notendahugbúnað, bókhaldskerfi og veitukerfi, er æskileg
- Nákvæmni og skilvirkni í starfi
- Samskiptahæfni
- Starfsreynsla við verklegar framkvæmdir
- Reynsla við gerð verk-, kostnaðar- og fjárhagsáætlana
- Reynsla í mannlegum samskiptum þar sem áhersla er lögð á góða þjónustu