Atvinnuþróunarfélag Suðurlands vekur athygli á styrk úr tónlistarsjóði
Fréttir
14.04.2010
Atvinnuþróunarfélag Suðurlands vekur athygli á neðangreindri styrkumsókn:
Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr tónlistarsjóði til verkefna sem efnt verður til á tímabilinu júní til ársloka 2010. Næst verður auglýst eftir umsóknum í október 2010 vegna verkefna á fyrri hluta árs 2011 . Hlutverk tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra. Sjóðurinn skiptist í tvær deildir, tónlistardeild og markaðs- og kynningardeild.
Starfsfólk Atvinnuþróunarfélags Suðurlands getur aðstoðað áhugasama aðila við gerð umsókna
Frekari upplýsingar fást með að smella hér á slóðina http://sudur.is/frett/2010/04/14/styrkir_ur_tonlistarsjodi_-_umsoknarfrestur_til_17__mai_