Atvinnumálaþing

Fréttir 26.09.2022
Hafin er vinna við atvinnumálastefnu uppsveitanna fjögurra. Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur standa að þeirri vinnu í samstarfi við sviðsstjóra þróunarsviðs SASS. Atvinnumálaþing verður haldið á Flúðum fimmtudaginn 6. október kl. 16:00 í félagsheimilinu. Það markar upphaf þess sem á eftir kemur í stefnumótunarvinnunni. Þar verða flutt áhugaverð erindi sem varpa ljósi á stöðu mála í atvinnulífi uppsveitanna í dag annars vegar og hinsvegar horft opnum augum til möguleika framtíðar. Þetta er opinn fundur, allir velkomnir og eru íbúar hvattir til þess að taka þátt.