Atvinnumálastefna Uppsveita

Fréttir 16.06.2023
Samþykkt hefur verið sameiginleg atvinnumálastefna fyrir sveitarfélögin fjögur í Uppsveitum Árnessýslu; Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshrepp, Hrunamannahrepp og Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Atvinnumálastefnan er fyrir árin 2023-2027. Hvert sveitarfélag hefur sína sérstöðu, en stefnan tekur til atvinnulífs á svæðinu í heild. Uppsveitirnar eru eitt stórt atvinnu- og búsetusvæði og sveitarfélögin hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta í málaflokknum. Algengt er að íbúar eigi lögheimili í einu sveitarfélagi en starfi í öðru. Atvinnumálastefnan tekur mið af Sóknaráætlun Suðurlands og tölulegum upplýsingum frá SASS sem tengjast atvinnumálum á svæðinu. Hér má finna Atvinnumálastefnuna fyrir áhugasama http://www.sveitir.is/frettir/atvinnumalastefna-uppsveita