Atvinnuauglýsing- Verkefnisstjóri (20% starf). Verkefni heilsueflandi samfélag í Bláskógabyggð

Fréttir 16.10.2017
Sveitarfélagið Bláskógabyggð auglýsir 20% starf verkefnisstjóra, við verkefnið ?Heilsueflandi samfélag í Bláskógabyggð, laust til umsóknar.  Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Verkefnisstjóri skal vinna með stýrihópi að framgangi verkefnisins, sem hófst formlega við undirritun samkomulags við Landlæknisembættið nú í sumar. Lögð er áhersla á að umsækjandi hafi fagmenntun í heilsufræði eða tengdum greinum. Reynsla við sambærileg verkefni er æskileg.  Mikilvægt er að umsækjandi hafi góða samskiptahæfileika, eigi auðvelt með að tjá sig á góðri íslensku í ræðu og riti, geti unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði í störfum sínum. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til 31. október n.k. Umsóknir berist til Valtýs Valtýssonar, sveitarstjóra Bláskógabyggðar, Aratungu, 801 Selfoss, netfang valtyr@blaskogabyggd.is, sem veitir nánari upplýsingar í síma 480-3000.