Atvinnuauglýsing
Fréttir
13.06.2017
Sveitarfélagið Bláskógabyggð óskar eftir aðila til að sjá um þjónustu á móttökustöðvum sveitarfélagsins, fyrir úrgang á Þingvöllum, Laugarvatni og í Reykholti frá og með 1. september n.k.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. september 2017.
Lögð er áhersla á að umsækjandi hafi góða samskiptahæfileika, sé stundvís, geti unnið sjálfstætt og sýni frumkvæði í störfum
Konur eru hvattar til að sækja um starfið jafnt sem karlar.
Umsóknir berist til Bjarna Daníelssonar, sviðsstjóra Bláskógabyggðar, Aratungu, 801 Selfoss, netfang bjarni@blaskogabyggd.is, sem veitir nánari upplýsingar í síma 860-4440