Atvinna - Matráður

Fréttir 15.06.2010

Matráður óskast til starfa í mötuneyti Aratungu sem m.a. þjónar nemendum og starfsmönnum Grunnskólans í Reykholti.

Starfssvið

·         Matráður sér um og ber ábyrgð á matseld sé í samræmi við manneldisstefnu og það skipulag sem gildir í skólunum. Hann skal hafa hollustu og hreinlæti að leiðarljósi í starfi sínu.

·         Matráður stýrir starfi starfsmanna mötuneytis Aratungu og bera ábyrgð á mannvirkjum, áhöldum, tækjum og tæknibúnaði er tilheyrir mötuneyti Aratungu.

·         Matráður heldur utan um þjónustu mötuneytisins og tímaskráningu starfsmanna.

·         Matráður skal hafa frumkvæði að eflingu og fyrirkomulagi starfseminnar og koma tillögum þar að lútandi til forstöðumanns.

Helstu verkefni

·         Matreiðsla, gerð matseðils, afgreiðsla, verkstjórn, innkaup, vörumóttaka o.fl.

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Menntun og starfsreynsla á sviði matreiðslu fyrir mötuneyti.

·         Reynsla af rekstri mötuneyta eða skólaeldhúsa.

·         Þekking á reglugerðum um starfsemi mötuneyta og skólaeldhúsa.

·         Stundvísi, reglusemi og færni í almennum samskiptum.

·         Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, góð yfirsýn.

·         Þekkja reglur um öryggi á vinnustöðum.

·         Kunna hjálp í viðlögum.

·         Þekkja og tileinka sér rétta og eðlilega líkamsbeitingu.

·         Færni í að skapa liðsheild í starfsmannahópnum.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um miðjan ágúst n.k. Nánari upplýsingar veitir Halldór K Hermannsson í síma 860-4440. Umsóknir berist á netfangiðhkh@blaskogabyggd.is í síðasta lagi kl. 12:00 mánudaginn 21. júní n.k. ásamt ferilsskrá.