Atvinna í boði

Fréttir 19.01.2015
Tæknisvið Uppsveita Óskar eftir að ráða starfsmann í tímabundið starf. Tæknisvið Uppsveita er sameiginlegt svið fimm sveitarfélaga en þau eru Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógarbyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Flóahreppur.  Verkefni tæknisviðsins eru margvísleg en þar á meðal er unnið að vatns-, hita, og fráveitumálum, gatnagerð, viðhald og nýbyggingar húsa, sorpmálum, vinnslu úrgangs og fleira sem til fellur. Einnig koma starfsmenn sviðsins að afleysingum hjá Skipulags- og byggingafulltrúaembætti Uppsveita. Starfssvið :
  • Verkefnastjórnun  og verkeftirlit vegna nýframkvæmda og viðhaldsmála á sviði umhverfis og gatnakerfis
  • Ábyrgð á að framkvæmd verkefna sé í samræmi við lög og reglur
  • Afleysingar hjá Skipulags- og byggingafulltrúaembætti Uppsveita.
  • Samskipti við opinbera aðila, hönnuði og verktaka
  • Vinna við fráveitumál
  • Vinna við landupplýsinga grunn
  • Vinna við GPS landmælingar
  • Áætlanagerð og forgangsröðun verkefna
Menntunar- og hæfniskröfur:
  • Byggingafræðingur -tæknifræðingur eða -verkfræðingur eða aðra sambærilega menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af verkefnastjórnun
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu af opinberri stjórnsýslu
  • Æskilegt að viðkomandi hafi  starfsreynslu sem byggingafulltrúi.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni
  • Þekking og reynsla af notkun Windows-Office og CAD-hugbúnaðar
Frekari upplýsingar um starfið veitir Börkur Brynjarsson eða Ingibjörg Harðardóttir í síma 480 5500 á skrifstofutíma. Umsóknum skal fylgja ítarlegar starfsferilsskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsókn þarf að berast fyrir 31. janúar n.k. á netfangið borkur@gogg.is eða sveitarstjori@gogg.is