ATVINNA Í BLÁSKÓGABYGGÐ
Fréttir
04.12.2018
Bláskógabyggð leitar að jákvæðum og dugandi einstaklingum á líflegan og skemmtilegan vinnustað. Við hvetjum jafnt konur sem karla að sækja um störfin.
Starfsmaður Framkvæmda- og veitusviðs
Sveitarfélagið Bláskógabyggð auglýsir stöðu starfsmanns Framkvæmda- og veitusviðs lausa til umsóknar.
Meginverkefni:
- Verkefni sem snúa að verklegum framkvæmdum s.s. tæknivinnu, viðhaldsverkefnum, nýframkvæmdum, umsjón og verkeftirliti. Aðstoða við framkvæmd viðhaldsverkefna.
- Verkefni sem snúa að starfi á skrifstofu, s.s. áætlanavinna og aðstoða við gerð útboða.
- Menntun starfsmanns skal vera iðnaðar og/eða tæknimenntun.
- Stundvísi og reglusemi og færni í almennum samskiptum, en mikil áhersla er lögð á góða þjónustu hjá Bláskógabyggð.
- Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð góð yfirsýn.
- Nákvæmni og skilvirkni í starfi.
- Krafa um góða almenna tölvukunnátta.
- Hafi skilning og þekkingu á áætlanagerð, s.s. verk-, kostnaðar- og fjárhagsáætlanagerð.
- Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi, fjárhagsáætlunum og rekstri íþróttamannvirkja.
- Að hafa umsjón með viðhaldi og rekstri tækja og búnaðar.
- Ráðningum afleysingafólks.
- Uppfylli skilyrði sem fram koma í reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.
- Búi yfir skipulags- og stjórnunarfærni.
- Hafi þjónustulund, færni í mannlegum samskiptum og reynslu af því að umgangast börn og unglinga.
- Sé í starfi sínu hvetjandi og góð fyrirmynd.
- Hafi hreint sakavottorð.
- Aðstoð við matseld
- Umsjón með frágangi og þrif í eldhúsi.
- Reynsla af starfi í eldhúsi æskileg
- Góð færni í mannlegum samskiptum.
- Stundvísi, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.