Atvinna
Fréttir
05.07.2019
Sveitarfélagið Bláskógabyggð auglýsir laus til umsóknar starf við Íþróttamiðstöðina í Reykholti
Leitum starfsmanns fyrir veturinn 2019-20.
Starfið felur í sér eftirlit með skólabörnum, afgreiðslu, gæslu og þjónustu í íþróttamiðstöðinni Reykholti. Starf-smenn sjá einnig um þrif.
Unnið er á vöktum og á laugardögum.
Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára og standast hæfnispróf skv. öryggissreglugerð um sundstaði. Krafist er sakavottorðs.
Umsækjandi má gjarnan hafa góða þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 12. ágúst.
Nánari upplýsingar veitir Skúli Sæland s. 663 9010/ skuli@blaskogabyggd.is.
Umsóknir berist í tölvupósti á netfang skuli@blaskogabyggd.is