Ársreikningur Bláskógabyggðar samþykktur

Fréttir 10.05.2019
 
Sveitarstjórn samþykkti ársreikning Bláskógabyggðar fyrir árið 2018 á fundi þann 9. maí. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi: Samstæða sveitarfélagsins (A- og B-hluti) skilar afgangi frá rekstri upp á 110,5 millj. króna. samanborið við 128 millj. kr. afgang árið 2017. Aðalsjóður er nú rekinn með 94,8 millj. kr. afgangi. A-hluti skilar nú 77,5 millj.kr. rekstrarafgangi, samanborið við 83,4 millj.kr. afgang árið 2017. Rekstrarniðurstaða samstæðu fyrir afskriftir nam 202,9 millj. kr. Fjármagnsgjöld nema 30,6 millj. kr. nettó. Afskriftir nema 49,7 millj. kr. og er afgangur fyrir skatta 153,2 millj.kr. Tekjuskattur nemur 12 millj. kr. Útsvarstekjur hækkuðu um 56 millj.kr. á milli ára, og voru heildartekjur sveitarfélagsins 64 millj.kr. yfir áætlun. Útsvar og fasteignaskattar nema 881,9 millj.kr., framlög Jöfnunarsjóðs 170 millj.kr. og aðrar tekjur 370 millj.kr. Að teknu tilliti til millifærslna nema heildartekjur 1.422,7 millj.kr. Fræðslu- og uppeldismál er umfangsmesti málaflokkurinn í rekstri sveitarfélagsins, tekur til sín 605,7 millj.kr., eða 56% af skatttekjum. Bláskógabyggð greiðir alls 605,8 millj.kr. í laun og launatengd gjöld. Fjöldi starfsmanna í árslok var 82. Skuldahlutfall samstæðunnar hækkar úr 42% árið 2017 í 65% og skýrist það af lántökum vegna fjárfestingar og uppgjörs við Brú lífeyrissjóð. Skuldaviðmið sveitarfélagsins, eins og það er reiknað skv. reglugerð þar um, lækkar á hinn bóginn úr 30,9% 2017 í 21,3% árið 2018. Stafar það af breyttum útreikningsreglum sem gildi tóku á árinu 2018. Fjárfestingar námu 254,8 millj.kr., sem er 95 millj. kr. minna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Skýrist það m.a. af því að hluti fjárfestingar vegna nýs leikskóla færðist yfir áramót, en einnig var fjárfesting í ljósleiðara og gatnakerfi minni en áætlun gerði ráð fyrir, sama gildir um fjárfestingu í veitum sveitarfélagsins. Fjárfest var í fasteignum innan A-hluta fyrir 208,6 millj.kr. og í gatnakerfi o.fl. fyrir 1.116 millj. kr. nettó. Stærsta einstaka fjárfestingin var í nýbyggingu leikskólans Álfabogar, 144,9 millj.kr. og í íþróttahúsi og sundlaug á Laugarvatni fyrir 29,1 millj. kr. Innan B-hluta var fjárfest fyrir 45,1 millj.kr., að stærstum hluta í fráveitu, þ.m.t. vegna seyruverkefnis. Ný lán voru tekin á árinu fyrir 382,5 millj.kr. Hluti þess, 180 millj. kr., var nýttur til uppgjörs við Brú lífeyrissjóð vegna samkomulags milli stéttarfélaga, ríkis og sveitarfélaga um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Afborganir langtímalána námu 62,5 millj.kr. Veltufé frá rekstri nam 177,9 millj.kr. og var um 61 millj.kr. yfir áætlun. Heildarniðurstaða ársreiknings fyrir árið 2018 er að öllu leyti jákvæð. Afgangur er af rekstri aðalsjóðs, A-hluta og samstæðu, tekjur aukast á milli ára og sjóðstreymi er gott. Eftir sem áður er mikilvægt að gæta aðhalds í rekstri og forgangsraða fjárfestingum. Rekstur ársins 2018: Samstæðureikningur samanstendur af A- og B-hluta. Í A-hluta eru aðalsjóður, eignasjóður og þjónustustöð. Um er að ræða rekstrareiningar sem fjármagnaðar eru að hluta eða öllu leyti með skatttekjum. Í B-hluta eru vatnsveita, Bláskógaveita, leiguíbúðir, félagslegar íbúðir og fráveita. Um er að ræða rekstrareiningar, stofnanir og fyrirtæki, sem reknar eru sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar og hafa lagaheimild til að innheimta þjónustugjöld. Helstu niðurstöður rekstrar eru (í þús.kr): Rekstrartekjur: 1.422.708 Rekstrargjöld: -1.219.740 Afskriftir -49.703 Fjármagnsgjöld: -30.623 Tekjuskattur: -12.073 Rekstrarniðurstaða: 110.569 Efnahagsreikningur: Eignir: Fastafjármunir: 1.614.540 Veltufjármunir: 501.535 Eignir samtals: 2.116.075 Skuldir og eigið fé: Eigið fé: 1.190.127 Langtímaskuldir: 680.522 Skammtímaskuldir: 245.426 Skuldir alls: 925.948 Eigið fé og skuldir samtals: 2.116.075 Nettó fjárfestingar ársins: 254.875 Handbært fé um áramót: 321.478 Veltufjárhlutfall samstæðu: 2,04 Eiginfjárhlutfall samstæðu: 56,2% Skuldahlutfall: 65,1% Skuldaviðmið skv. reglugerð 21,3% Jafnvægisregla - rekstrarjöfnuður 371.831