Álestur hitaveitu

Fréttir 01.02.2018
Í hönd fer álestrartímabil og langar okkur hjá Bláskógaveitu að biðla til íbúa að lesa af mælum og senda til okkar. Þið einfaldlega takið mynd af mælinum hjá ykkur og sendið á blaskogabyggd@blaskogabyggd.is . Annað þarf ekki að koma fram. Gæta verður að mælisnúmer og mælisstaða sjáist vel. Dæmi um fína mynd af mæli.