Álagning fasteignagjalda 2021

Fréttir 01.02.2021

Upphafsálagningu fasteignagjalda í Bláskógabyggð

er nú lokið fyrir árið 2021

Sveitarfélagið Bláskógabyggð hefur lokið upphafsálagninu vegna ársins 2021. Álagningaseðlar eru

ekki sendir út en hægt er að nálgast þá á heimasíðunni www.island.is en þar eru þeir aðgengilegir á

?Mínar síður? undir kassa merktur Pósthólf. Innskráning er með rafrænum skilríkjum eða íslykli.

Greiðsluseðlar eru ekki sendir út nema þess sé sérstaklega óskað en kröfur vegna fasteignagjalda

koma inn í heimabanka viðkomandi gjaldanda og birtast þar.

Allar nánari upplýsingar um álagningareglur Bláskógabyggðar má finna inni á heimasíðu

Bláskógabyggðar, www.blaskogabyggd.is. Eldri borgurum og öryrkjum með lögheimili í

Bláskógabyggð er sérstaklega bent á að skoða sinn rétt varðandi afslátt af fasteignagjöldum og

bent á að kynna sér samþykkt um tekjuviðmið, sem er um afsláttarreglur.

Þeim sem óska frekari upplýsinga um álagninguna er bent á að hafa samband við Sigríði Emilíu

Eiríksdóttur, skrifstofu Bláskógabyggðar í síma: 480-3000 (mánudaga ? fimmtudaga frá kl. 9.00 -

12.00 og 13.00 ? 15.00, en föstudaga 9.00 ? 12.00) eða í netfang: emma@blaskogabyggd.is.

Bláskógabyggð